03.04.2025
Opnað fyrir tilboð í lóðir í Vatnsendahvarfi
Opnað hefur verið fyrir tilboð í lóðir í þriðja og síðasta áfanga í Vatnsendahvarfi. Í þriðja áfanga verður úthlutað lóðum fyrir einbýlishús, parhús, raðhús og fjölbýli. Hægt er að skila inn tilboðum í fimm vikur, frá 3. apríl til 8.maí í gegnum útboðsvef Kópavogsbæjar, Tendsign.is.