Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring niðurstöðu ársreiknings sem lagður var fram í bæjarráði Kópavogs í morgun.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lóðir í Vatnsendahvarfi. Af því tilefni verður kynningarfundur um útboðskerfi Kópavogs, Tendsign, á Bæjarskrifstofum, Digranesvegi 1 fimmtudaginn 10.apríl.
Beiðni um að áfrýja dómi Landsréttar í Vatnsendamáli var í dag synjað af Hæstarétti. Það þýðir að Vatnsendamáli er endanlega lokið og eru engin mál nú fyrir dómsstólum sem tengjast eignarnámi Kópavogsbæjar í Vatnsenda.
Hinn 28. maí 2018 var Kópavogsbæ birt stefna af hálfu Þorsteins heitins Hjaltested, þáverandi ábúanda jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi. Í málinu krafðist stefnandi þess að Kópavogsbær greiddi honum viðbótar eignarnámsbætur vegna eignarnáms bæjarins á landi úr Vatnsenda árið 2007.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Kópavogs. Allir unglingar sem búsettir eru í Kópavogi og verða fjórtán til sautján ára á árinu fá vinnu í Vinnuskólanum. Boðið er upp á þá nýbreytni að þessu sinni, til hagræðingar fyrir nemendur, að allir geta valið sér vinnutímabil. Umsóknarfrestur er til 15. maí.