Fréttir & tilkynningar

Hrönn og hluti starfsfólka með nýútkomnu bækurnar, f.v.: Svava María Hermannsdóttir, Unnur Kristján…

Hugmyndafræði Rjúpnahæðar fest á bók

Tvær bækur eru komnar út um starf leikskólans Rjúpnahæðar sem rekinn er af Kópavogsbæ, Börn og friður: Hvernig túlka börnin frið? og Rjúpnahæðarleiðin: Að rétta upp hönd – leiðarvísir um lýðræði í skóla. Sú síðarnefnda er einnig komin út sem rafbók.
Við jólastjörnuna á Hálsatorgi.

Jólastjarnan á Hálsatorgi

Kveikt var á jólastjörnunni á Hálsatorgi í dag, föstudaginn 17. nóvember að viðstöddum börnum úr leikskólanum Marbakka og 3. bekk Kársnesskóla auk fleiri góðra gesta. Börnin töldu niður saman ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóri áður en tendrað var á stjörnunni.
Svavar Sigurðarson starfsmaður SHS, Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Almar Guðmundss…

Aðalfundur SSH fór fram í Salnum

Þann 10. nóvember var aðalfundur SSH og ársfundur byggðasamlaganna haldinn í Salnum í Kópavogi.
Á mynd. F.v. Tryggvi Hjaltason, verkefnastjóri, Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri menntamálasto…

Læsi eflt með lestrartölvuleik

Kópavogsbær er einn af samstarfsaðilum verkefnis sem snýst um að efla læsi með notkun finnska lestrartölvuleiksins Graphogame og mun leiða fyrstu skrefin í prófun á íslensku staðfærslunni árið 2024 með notkun leiksins í fyrsta bekk grunnskóla og rannsókn á árangri. 

Endurnýjun á rennibrautum lokið

Endurnýjun á rennibrautum í Sundlaug Kópavogs er lokið og því hægt að nota þær á nýjan leik.
Jólaljós í Kópavogi

Bærinn lýstur upp

Kópavogsbær lýsist upp um þessar mundir en verið er að prýða bæinn ljósum eins og venjan er í nóvember. Hafist var handa í lok nóvember og hefur síðan þá verið unnið að uppsetningu jóla- og skammdegisljósa.
Úr Kópavogsdal.

Heildarsýn fyrir Kópavogsdal

Kópavogsbúum stendur nú til boða að koma með tillögu um nýtingu og framtíðarsýn þeirra fyrir Kópavogsdal.
Fjárhagsáætlun var lögð fram til fyrri umræðu 14.nóvember.

Ábyrgur rekstur í krefjandi umhverfi

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag, þriðjudaginn 14. nóvember. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðunnar verði jákvæð sem nemur 144 milljónum og að niðurstaða A-hluta verði jákvæð um 104 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað 4,6 milljarðar króna á samstæðu bæjarins. Skuldaviðmið eru 104 % samkvæmt áætlun, sem er langt undir lögbundnu viðmiði.
Á myndinni eru: Andri Steinn Hilmarsson, Sigrún María Kristinsdóttir, Íris Svavarsdóttir, Hjördís Ý…

Heildarsýn fyrir Kópavogsdal til skoðunar

Starfshópur hefur verið skipaður sem vinna mun tillögur að heildarsýn fyrir Kópavogsdal. Ennfremur mun hópurinn leggja mat á hvort ástæða sé til þess að gera breytingar á gildandi skipulagsáætlun Kópavogs.
Ókeypis í sund í Kópavogi fyrir íbúa Grindavíkur sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Grindvíkingum boðið í sund í Kópavogi

English below. Kópavogsbær býður Grindvíkingum ókeypis í sund í sundlaugar bæjarins, Sundlaug Kópavogs og Salalaug.