Ármann Kr. Ólafsson hélt sína síðustu ræðu í bæjarstjórn Kópavogs á 1258.fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var þriðjudaginn 24. maí og var síðasti fundur kjörtímabilsins.
Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, er Bæjarlistamaður Kópavogs 2022. Valið var tilkynnt í Gerðarsafni í dag, fimmtudaginn 19. maí. Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi bauð gesti velkomna og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs kynnti tilnefningu bæjarlistamanns. Páll Marís Pálsson varaformaður lista- og menningarráðs færði Guðjóni svo viðurkenningarskjal og blómvönd.
Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í hátíðarsal Álfhólsskóla-Hjalla fimmtudaginn 12. maí. Alls bárust 16 tilnefningar til menntaráðs og voru veittar sex viðurkenningar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skóla og frístundastarfi.
Kópavogsbær, hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST-85. Kópavogur er annað stærsta sveitarfélag landsins og stór vinnuveitandi en hjá bænum starfa að jafnaði um 2700 einstaklinga en um 3000 þegar mest er.