21.11.2023
Hugmyndafræði Rjúpnahæðar fest á bók
Tvær bækur eru komnar út um starf leikskólans Rjúpnahæðar sem rekinn er af Kópavogsbæ, Börn og friður: Hvernig túlka börnin frið? og Rjúpnahæðarleiðin: Að rétta upp hönd – leiðarvísir um lýðræði í skóla. Sú síðarnefnda er einnig komin út sem rafbók.