
26.08.2024
Götumerkingum og skiltum breytt
Hámarkshraða á götum í Kópavogi hefur verið breytt þannig að umferðarhraði tekur mið af umhverfi og virkni gatna. Markmiðið er að draga úr líkum á slysum. Vinna við að skipta út skiltum þar sem þess var þörf hófst eftir páska 2024 og er að mestu leyti lokið nú í byrjun hausts 2024. Þá var máluðum merkingum á götum einnig breytt í vor og sumar.