Fréttir & tilkynningar


Vel heppnuð Aðventuhátíð

Það var mikið um dýrðir á Aðventuhátíð Kópavogsbæjar á laugardaginn.
Nauðsynlegt er að panta akstur um hátíðar fyrir 10.desember.

Akstur um hátíðarnar fyrir eldra fólk og fólk með fötlun

Akstur á stórhátíðardögum um jól og áramót 2023/2024 fyrir fólk með fötlun og eldra fólk. Athugið að panta verður fyrir 10.desember.
Bæjartréið kemur að þessu sinni úr Guðmundarlundi.

Bæjartréið er úr Guðmundarlundi

Jólatré Kópavogsbæjar kemur að þessu sinni úr Guðmundarlundi.
Úr jólalundinum í Guðmundarlundi.

Jólalundur alla sunnudaga

Jólalundurinn er opnaður í Guðmundarlundi en þetta er í fyrsta skipti sem Kópavogsbær býður gestum inn í Guðmundarlund með þessum hætti. Alla sunnudaga í aðventunni verða meðlimir úr íslensku jólafjölskyldunni frá kl. 13 – 15 á staðnum og bjóða upp á jólaball, spurningakeppni og margt fleira.
Hægt er að senda inn tilnefningar fyrir jólajús Kópavogs til og með 10.desember.

Er jólahús Kópavogs í götunni þinni?

Óskað er eftir tilnefningum um jólahús Kópavogsbæjar.
Frá Aðventuhátíð 2017

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð Kópavogs verður haldin laugardaginn 2. desember en við það tilefni verða ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin tendruð kl.16.00.Kk 
Fjárhagsáætlun hefur verið samþykkt.

Fjárhagsáætlun 2024 samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu. Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2025-2027.
Ásdís Kristjánsdóttir að lokinni giftusamlegri björgun.

Bæjarstjóra bjargað af þakinu

Rýming bæjarskrifstofa Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1 vegna elds og reyks var æfð klukkan 10 í dag. Samhliða fór fram björgunaræfing þar sem Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra var bjargað af þaki byggingarinnar og í körfubíl.
Kort af jólalundi í Guðmundarlundi.

Jólalundur Kópavogs

Við bjóðum ykkur að upplifa og fá jólastemminguna beint í æð, í Guðmundarlundi okkar Kópavogsbúa en honum hefur verið breytt í Jólalund, alla sunnudaga fram að aðventu.
Anna Kristinsdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Alfreð Örn Finnsson.

Mæðrastyrksnefnd í Digraneskirkju

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hefur komið sér fyrir á neðri hæð Digraneskirkju og verður þar með sína starfsemi til jóla.