30.11.2023
Jólalundurinn er opnaður í Guðmundarlundi en þetta er í fyrsta skipti sem Kópavogsbær býður gestum inn í Guðmundarlund með þessum hætti. Alla sunnudaga í aðventunni verða meðlimir úr íslensku jólafjölskyldunni frá kl. 13 – 15 á staðnum og bjóða upp á jólaball, spurningakeppni og margt fleira.