Leikskólar í Kópavogi fóru í fyrsta sinn í haustfrí dagana 26. og 27. október, eins og grunnskólar bæjarins. Flestir leikskólar voru lokaðir þessa daga en öllum foreldrum stóð þó til boða að skrá börnin sín í dvöl og voru fjórir leikskólar í bænum opnir, Urðarhóll, Núpur, Grænatún og Baugur.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023. Að þessu sinni var átakið sett í Sundlaug Kópavogs af fulltrúum ÍSÍ og bæjarstjóra Kópavogs, Ásdísi Kristjánsdóttur.
Skemmtileg dagskrá verður á Bókasafni Kópavogs og í Gerðarsafni í tilefni af vetrarfríi. Hrekkjavökuföndur og hryllingssögustund, bókamerkjasmiðja og búningaskiptimarkaður, krakkajazz og krakkaleiðsögn. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur ókeypis.
"Það er búið að vera ótrúlega gaman að vera í þessu verkefni," segja hin 12 ára Friðrika Eik og Kristoffer Finsen sem hafa tekið þátt í verkefninu Vatnsdropinn en það er alþjóðlegt barnamenningarverkefni sem Kópavogsbær á frumkvæði að og hefur unnið með H.C. Andersen safninu í Danmörku, Múmín safninu í Finnlandi og Ilon‘s Wonderland í Eistlandi.