Kópavogsbær hefur samið við Hrafnistu um rekstur félagsmiðstöðvarinnar Boðanum í Boðaþingi. Haldið var upp á áfangann með veislu í Boðaþingi þar sem fastagestir fjölmenntu.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum þann 22. október tillögu þess efnis að endurnýja ekki samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Roðasala sem rennur út í lok mars 2025.