Fréttir & tilkynningar

Álfhólfsvegur lokaður á milli Tunguheiði og Álfaheiði

Fyrirhugað er að malbika Álfhólsveg á milli Tunguheiði og Álfaheiði

Malbikað í dag miðvikudaginn 14. júní á milli klukkan 11:00 og 15:30
Skemmuvegur lokaður við Byko

Hluti af Skemmuvegi malbikaður í dag 14.6 kl. 7:30 og 12:00.

Opið verður fyrir viðskiptavini Byko.
Álalind var gata ársins 2022.

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

Auglýst er eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs.
Framkvæmdir á Álfhólsvegi 13. júní

Framkvæmdir á Álfhólsvegi 13. júní

Fyrirhugað er að fræsa malbik á Álfhólsvegi á milli Tunguheiði og Álfaheiði þriðjudaginn 13. júní á milli klukkan 12:00 og 16:00
Flokkstjórar í Vinnuskólanum fengu námskeið og fræðslu áður en Vinnuskólinn hófst.

Vinnuskólinn kominn á fullt

Vinnuskólinn í Kópavogi er hafinn þetta sumarið. Í ár eru um 1.300 nemendur skráðir til leiks sem er svipaður fjöldi og sumarið í fyrra. Fjörtíu flokkstjórar starfa hjá Vinnuskólanum.
Verkfalli aflýst og opið í sundlaugum Kópavogs.

Sundlaugar opnar

Sundlaugarnar í Kópavogi opnuðu í morgun, laugardaginn 10. júní en verkfalli BSRB var aflýst eftir að samningar náðust.
Leikskólagjöld eru felld niður þegar þjónusta fellur niður vegna verkfalls.

Endurgreiðsla leikskólagjalda vegna verkfalls

Leikskólagjöld verða endurgreidd þegar þjónusta er felld niður vegna verkfalls starfsfólks.
Á myndinni eru frá vinstri: Efri röð: Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri Hörðuvallaskóla, Nína Ý…

Kóraskóli er nýjasti skólinn í Kópavogi

Kóraskóli er heiti á nýjum skóla fyrir 8. til 10.bekk í Kórahverfi í Kópavogi. Skólinn er til húsa i Vallakór og var áður unglingadeild Hörðuvallaskóla.
Heilsuhringurinn.

Útiæfingar Virkni og vellíðan í sumar

Í sumar verður Virkni og vellíðan með útiæfingar alla miðvikudaga.
Guðný Sigurjónsdóttir, Margrét Ármann og Brynjar Marinó Ólafsson.

Brynjar, Guðný og Margrét nýir skólastjórar

Brynjar Marinó Ólafsson, Guðný Sigurjónsdóttir og Margrét Ármann eru nýir skólastjórar í Kópavogi. Brynjar er nýr skólastjóri Snælandsskóla, Guðný í Kópavogsskóla og Margrét í Lindaskóla.