13.01.2012
Samþykkt að friðlýsa hluta Skerjafjarðar
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í vikunni að friðlýsa hluta Skerjafjarðar sem er innan bæjarmarka Kópavogs með fjörum ásamt grunnsævi. Samkvæmt því verða friðlýst tvö svæði, annars vegar í Kópavogi (39 ha) og hins vegar í Fossvogi (23,6 ha), alls um 62,6 ha svæði sem er mikilvæg búsvæði fugla.