Fréttir & tilkynningar

Ingrid Kuhlman.

Góð ráð frá Ingrid Kuhlman

Jákvæðni og betri andleg líðan er umfjöllunarefni í fyrirlestri Ingrid Kuhlman sem félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi bjóða upp á. Fyrirlesturinn verður aðgengilegur á vef Kópavogsbæjar til mánudagsins 23.nóvember.
Jón úr Vör,

Ljóðstafur Jóns úr Vör 2021

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir til samkeppni um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Skilafrestur í keppnina er til og með 4. desember 2020 – póststimpill til og með 4. desember. gildir.
Grímuskylda barna í 5.-7.bekk verður afnumin frá og með 18.nóvember.

Grímuskylda afnumin fyrir 5.-7.bekk

Börn í 5. – 7. bekk grunnskóla verða undanþegin grímuskyldu og 2 metra nálægðartakmörkunum, líkt og yngri börn í grunnskóla og leikskólabörn.
Tilslakanir taka gildi 18.nóvember.

Tilslakanir 18. nóvember

Íþrótta-, æskulýðs-, og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný með tilslökunum á samkomutakmörkunum sem taka gildi 18.nóvember.
Birte Harksen kennari á Urðarhóli og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.

Framúrskarandi kennari í Kópavogi

Birte Harksen, kennari við Heilsuleikskólann Urðarhól, er ein af handhöfum Íslensku menntaverðlaunanna sem veitt voru í dag.
Á myndinni eru frá vinstri: Gunnar Sær Ragnarsson,  Guðlaug Ósk Gísladóttir, Kristín Ólafsdóttir og…

Pieta samtökin hljóta viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs

Pieta samtökin hlutu viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogsbæjar árið 2020.
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2021 hefur verið lögð fram.

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2021

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2021 hefur verið lögð fram. Hún var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs í dag, þriðjudaginn 10.nóvember.
Við Salaskóla.

Skólahald í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða

Leik- og grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu taka til starfa á ný 3. nóvember en starfsdagur var 2. nóvember vegna skipulagningar skólastarfs í ljósi hertra sóttvarnarreglna.
Kópavogur.

Greiðsla fasteignagjalda

Gjalddagar fasteignagjalda í Kópavogi eru fleiri í ár en vanalega. Greiðslu 1. apríl var frestað vegna Covid-19.
Kópavogur.

Félagsmiðstöðvar eldri borgara

Matarþjónusta og skipulagt félagsstarf fellur niður í félagsmiðstöðvum eldri borgara vegna Covid-19, 2. til 17.nóvember.