11.07.2025
Þrettán luku leikskólakennaranámi með vinnu
Í vor útskrifuðust þrettán leikskólakennarar frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri sem starfa í Kópavogi. Allir leikskólakennararnir hafa stundað nám í leikskólakennarafræðum samhliða vinnu hjá Kópavogsbæ og hafa flestir þeirra fengið námsstyrki. Hjá Kópavogsbæ er hæsta hlutfall fagmenntaðra í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu, eða 36%.