Efnt var til fræðslugöngu um Trjásafnið í Kópavogi 15.september síðastliðinn í tilefni 70 ára afmælis bæjarins og var gangan samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Sögufélags Kópavogs. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri leiddi gönguna en naut stuðnings félaga úr Sögufélaginu við sögulegan fróðleik um byggð í grennd við Trjásafnið sem er austast í Fossvogsdal.
Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóði nefndarinnar. Markmiðið er að efla og auðga menningar- og mannlíf bæjarins með viðburðum sem fela í sér nýsköpun og stuðla að aðgengi sem flestra. Við hvetjum einstaklinga, listhópa, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir á sviði lista, hönnunar eða arkitektúrs til að sækja um.
Kópavogur tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu í ár eins og undanfarin ár. Boðið er upp á viðburði af fjölbreyttum toga í vikunni, og ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi.
Kópavogsbær stóð þann 18. september að vinnustofu í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu með það að leiðarljósi að stuðla að þverfaglegu samstarfi og efla stuðning við börn í viðkvæmri stöðu.
Umhverfisviðurkenningar skipulags- og umhverfisráðs voru veittar þriðjudaginn 16. september. Að þessu sinni voru sex viðurkenningar veittar í flokkunum umhirða húss og lóðar, endurgerð húsnæðis og endurgerð atvinnuhúsnæðis.
Íbúasamráð um stafrænar og snjallar lausnir í þjónustu við íbúa er hafið hjá Kópavogsbæ. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og koma með hugmyndir að því hvernig tæknin geti bætt, einfaldað og gert þjónustu bæjarins skilvirkari.