Kópavogssögur hefja göngu sína í dag. Í þeim segir fólk sem eru uppaldir Kópavogsbúar eða hafa sterk tengsl við bæinn frá skemmtilegum sögum úr Kópavogi.
Fyrsti kaffihúsafundur barna með bæjarstjórn Kópavogs fór fram föstudaginn 12. september. Fundurinn er liður í því að efla lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna og tryggja að sjónarmið þeirra fái raunverulegt vægi í stefnumótun sveitarfélagsins.
Húsnæði Höfuð-Borgarinnar, frístundaþjónustu fyrir fötluð ungmenni á framhaldsskólaaldri, að Fannborg 2, hefur verið lokað vegna myglu. Því fellur starfsemi frístundaþjónustunnar niður föstudaginn 12.september.
Kópavogsbær vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 25. grein laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Þrjú spennandi þróunarverkefni í skóla- og frístundastarfi Kópavogs hafa hlotið styrk frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu í tengslum við aðgerðaráætlun til ársins 2030.
Mánudaginn 15. september býður Kópavogsbær og Sögufélag Kópavogs bæjarbúum og öðrum gestum upp á fræðslugöngu um trjásafn Kópavogsbæjar í Meltungu, austast í Fossvogsdal. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og fulltrúi frá Sögufélaginu sjá um leiðsögn.