20.08.2025
Kópavogsbær hyggst svara ákalli foreldra, kennara og nemenda um að efla enn frekar gæði náms og kennslu.Í kjölfar víðtæks samráðsferlis haustið 2024, þar sem rætt var við yfir 300 skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra í öllum tíu grunnskólum bæjarins, liggja nú fyrir 16 umbótaaðgerðir sem svara skýrt ákalli skólasamfélagsins, nemenda og foreldra.