Fréttir & tilkynningar

Kópavogsbær.

Jákvæð afkoma og sterkur rekstur

Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2025 var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í morgun, fimmtudaginn 28. ágúst.
Sinfó í sundi fer fram föstudaginn 29.ágúst.

Sinfó í sundlaugum Kópavogs

Klassíkin okkar, tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða í beinni útsendingu föstudagskvöldi 29. ágúst kl. 20.00 í Kópavogslaug og Salalaug. Að þessu sinni eru sönglög í brennidepli og er heiti tónleikanna, Söngur lífsins.

Bilun í kaldavatnslögn

Bilun er í kaldavatnsslögn við Skólagerði 35-37. Unnið er að viðgerð. Ekki er búist við að taki langan tíma.
Nemendur í 4.bekk Barnaskóla Kársness ásamt bæjarstjóra og góðum gestum.

Barnaskóli Kársness hefur göngu sína

Barnaskóli Kársness hefur tekið til starfa og var fyrsti skóladagur í dag, þriðjudaginn 26.ágúst. Mikil gleði ríkti í skólanum meðal nemenda og kennara enda langþráð stund runnin upp.
Framkvæmdum er lokið á leikskólalóð Litla Steins, yngstu deild leikskólans Kópasteins.

Litli Steinn eins og nýr

Framkvæmdum er lokið á leikskólalóð Litla Steins, yngstu deild leikskólans Kópasteins. Þar eru nú glæný leiktæki sem gleðja yngstu kynslóðina en þar má nefna rólur, rennibraut og lítinn kastala. Svokallaðri tónlistarstofu hefur verið komið fyrir á lóðinni en þar geta börnin leikið á litrík hljóðfæri undir berum himni.

Götulokun vegna malbiksframkvæmda

Þriðjudaginn 26. ágúst frá kl. 9:00 til 16:00 verða akreinar til austurs á Fífuhvammsvegi lokaðar.

Tilkynning vegna lokunar hluta Hávegs 1-4 og Álftröð 7

Áætlað er að lokað verði fram til loka september.
Í ár mættu 1.378 einstaklingar til vinnu hjá Vinnuskólanum.

57. starfsári Vinnuskólans lokið

57. starfsári Vinnuskóla Kópavogs er nú lokið. Í ár mættu 1.378 einstaklingar til vinnu hjá Vinnuskólanum og unnu þau samtals um 119.000 klukkustundir í sumar. Fjölbreytt störf voru í boði en hægt var að vinna við ýmis störf hjá stofnunum, félögum eða í garðvinnu. Ráðið var í störfin eftir aldri og áhugasviði.
Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness.

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness. Skólinn er samrekinn leik- og grunnskóli fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskólans. Skólinn er sá nýjasti í Kópavogi og ellefti grunnskóli bæjarins.
Nemendur í Kópavogi á góðri stundu. Mynd/Sigríður Marrow.

Framtíð nemenda í fyrsta sæti

Kópavogsbær hyggst svara ákalli foreldra, kennara og nemenda um að efla enn frekar gæði náms og kennslu.Í kjölfar víðtæks samráðsferlis haustið 2024, þar sem rætt var við yfir 300 skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra í öllum tíu grunnskólum bæjarins, liggja nú fyrir 16 umbótaaðgerðir sem svara skýrt ákalli skólasamfélagsins, nemenda og foreldra.