Fréttir & tilkynningar

Viðhaldsframkvæmdir á brúnni yfir gjána hefjast að kvöldi 5.ágúst.

Lokanir og rask vegna viðhalds brúnni yfir gjána

Viðhaldsframkvæmd við brú yfir Hafnarfjarðarveg, gjána, hefjast í kvöld, þriðjudaginn 5.ágúst. Unnið verður að verkinu frá 20.00 á kvöldin til 06.00 á morgnana og annarri akrein Hafnarfjarðarvegar lokað á meðan. Umferð verður beint um hjáleið upp á Kópavogshálsinn.
Nöfnin á jafningjafræðurunum 2025 eru Særún, Beta, Telma, Ísak Rökkvi, Lilja Karen, Dagur, Bjarki, …

Jafningjafræðsla í annað skipti

Starfi jafningjafræðslunnar lauk 25. júlí en þau heimsóttu hópa í Vinnuskólanum í Kópavogi og veittu fræðslu á jafningjagrundvelli frá 2. júní. Í ár 2025 voru 11 ungmenni á aldrinum 16-20 ára starfandi sem jafningjafræðarar.
Margt var um manninn á tuttugustu lokahátíð Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi.

Tuttugasta lokahátíð Skapandi Sumarstarfa

Lokahátíð Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi fór fram í tuttugasta skipti fimmtudag 24. júlí. Dagskránni lauk með frumsýningu á afmælismyndbandi um starfsemi Skapandi Sumarstarfa síðustu 20 ár sem endaði á slagorðinu “Lengi lifi listin!” sem áhorfendur hrópuðu í takt og þar með lauk vel lukkuðum afmælisfögnuði.
Skapandi Sumarstörf í Kópavogi fagna 20 ára starfsafmæli í ár

Lokahátíð Skapandi Sumarstarfa verður 24. júlí

Listafólk á vegum Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi mun sýna afrakstur sumarsins á lokahófi í Salnum næstkomandi fimmtudag 24. júlí. Dagskráin stendur frá kl. 17-20.

Loftgæði metin góð fyrir Vinnuskólann þriðjudag 22. júlí

Vinnuskólinn í Kópavogi er í fullri virkni í dag, þriðjudag 22. júlí, og öll starfsemi fer fram samkvæmt áætlun. Loftgæði eru metin góð og því ekkert sem hamlar útivinnu eða annarri dagskrá dagsins.

Aðgengi lokað fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur miðvikudaginn 16. júlí.

Vegna framkvæmda við gatnamótin Fífuhvammsvegur/Dalvegur miðvikudaginn 16. júlí 2025.
Frá verðlaunagarði í Haukalind.

Ertu með auga fyrir umhverfinu?

Auglýst er eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga 2025 og geta íbúar og önnur áhugasöm sent in tilnefningu á vef bæjarins.

Lokanir 14. og 15. júlí vegna malbiksframkvæmda

Eftirfarandi götulokanir verða í Kópavogi 14. og 15. júlí vegna malbiksframkvæmda.
Leikskóladeild fagnaði með nýútskrifuðu leikskólakennurunum og þeirra leikskólastjórnendum á dögunu…

Þrettán luku leikskólakennaranámi með vinnu

Í vor útskrifuðust þrettán leikskólakennarar frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri sem starfa í Kópavogi. Allir leikskólakennararnir hafa stundað nám í leikskólakennarafræðum samhliða vinnu hjá Kópavogsbæ og hafa flestir þeirra fengið námsstyrki. Hjá Kópavogsbæ er hæsta hlutfall fagmenntaðra í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu, eða 36%.
Útsýni frá Vatnsendahlíð að Kórnum í Kópavogi.

Íbúðarbyggð í Vatnsendahlíð og Vatnsvík í undirbúningi

Kópavogsbær hefur sett í kynningu skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar íbúðarbyggðar í Vatnsendahlíð og Vatnsvík, auk nýrrar þjónustumiðstöðvar við Kjóavelli.