Fréttir & tilkynningar

Myndirnar sýna tillöguna sem varð hlutskörpust, Tendra arkitektar unnu tillöguna fyrir Klasa.

Tillaga Klasa að Dalvegi 1 hlutskörpust

Fasteignafélagið Klasi á bestu tillögu að þróun lóðar að Dalvegi 1 að mati valnefndar Kópavogsbæjar. Nefndinni þótti tillaga Klasa hafa skýra tengingu við heildarsýn Kópavogsdals og húsnæði sem lagt er til að verði reist á Dalvegi bjóða upp á fjölbreytta starfsemi.
Kakó og piparkökur á boðstólum í Jólalundi.

Jólalundur alla sunnudaga

Kópavogsbær býður upp á ókeypis fjölskyldudagskrá í Jólalundi alla sunnudaga á aðventunni. Jólalundurinn sem er í Guðmundarlundi er opinn frá 12-15.
Bikarar af íþróttahátíð 2024

Rafræn íbúakosning um íþróttafólk Kópavogs 2025

Kópavogsbúar 18 ára og eldri geta haft áhrif og kosið um íþróttafólk ársins 2025.
Kópavogsbær leitar eftir húsnæði sem hentar fyrir starfsemi eftirskóla- og frístundaþjónustu fyrir …

Húsnæði fyrir eftirskóla- og frístundaþjónustu

Kópavogsbær stendur fyrir markaðskönnun vegna mögulegrar langtímaleigu á nútímalegu og sveigjanlegu húsnæði fyrir starfsemi eftirskóla- og frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni í Kópavogi.
Nemendur í Salaskóla í Ólympíuhlaupi ÍSÍ.

84% foreldra ánægð með líðan barna í íþróttafélögum

Mikil ánægja ríkir á meðal foreldra og forsjáraðila í Kópavogi með íþróttastarf í bænum að því er fram kemur í Íþróttapúlsinum, nýrri þjónustumælingu á íþróttastarfsemi Kópavogsbæjar.
Bæjarskrifstofur Kópavogs, Digranesvegi 1.

Opnunartímar um hátíðarnar

Opnunartímar Bæjarskrifstofu, menningarhúsa og sundlauga yfir hátíðarnar eru sem hér segir:
Munum að flokka rétt um jólin.

Sorphirða um jól og áramót

Sorphirða hliðrast um hátíðarnar og eru íbúar hvattir til þess að nýta sér grenndarstöðvar ef þarf.
Kristín Gísladóttir og Sigurður Þorsteinsson en þau eru eigendur Jólahúss Kópavogs í ár.

Jólahús Kópavogsbæjar 2025 er Reynihvammur 39

Kópavogsbær þakkar fyrir allar ábendingarnar sem bárust og sendir hlýjar kveðjur til allra þeirra sem fegra bæinn okkar með fallegu jólaljósunum sem nefndin sá vítt og breitt við ákvörðunartökuna í ár.
Desember í Kópavogi.

Akstursþjónusta Kópavogs um jól og áramót 2025/2026

Akstur á stórhátíðardögum um jól og áramót 2025/2026 fyrir fólk með fötlun og eldra fólk verður sem hér segir:
Hér má sjá stykþega ásamt formanni nefndarinnar og nefndinni. 
Ljósmynd: Sigríður Rut Marrow

Úthlutun styrkja úr Lista- og menningarsjóði Kópavogs

Úthlutun styrkja úr Lista- og menningarsjóði Kópavogs fór fram í gær, þann 3. desember í Salnum.