Þriðjudaginn 8. júlí verður fræðsluganga í Guðmundarlundi í Kópavogi og hefst gangan við aðalinnganginn kl. 17:00. Gestgjafar verða Kópavogsbær og Skógræktarfélag Kópavogs.
Fjölbreytt dagskrá er á boðstólum í Kópavogi í sumar í menningarhúsum bæjarins og víðar um bæinn. Tónleikar, göngur, leiðsagnir, viðburðir Skapandi sumarstarfa og ýmis konar smiðjur fyrir börn er meðal þess sem boðið er upp á þetta sumarið.
Soroptimistar komu færandi hendi til Kópavogsbæjar og afhentu bekk sem hefur verið komið fyrir á túninu við menningarhúsin. Bekkurinn er gefinn í tilefni 50 ára afmælis Soroptimistaklúbbs Kópavogs sem var 4.júní síðastliðinn. Klúbburinn er þannig 20 árum yngri en Kópavogsbær sem fagnar 70 ára afmæli í ár.
Velkomin á upplýsingafund um fyrirhugaðar framkvæmdir í miðbæ Kópavogs í Fannborg og við Vallartröð sem verður haldinn 30.júní í Safnaðarheimili Kópavogskirkju.
Nýjasti íbúðakjarninn í Kópavogi í Kleifakór var vígður í gær. Í kjarnanum eru sjö fullbúnar íbúðir með stuðningi fyrir fatlað fólk. Síðasti kjarni sem tekinn var í notkun í bænum var í Fossvogsbrún sem opnaði árið 2022.
Þriðjudaginn 24.júní verður gengið um Hlíðargarð undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar og Guðríðar Helgadóttur formanns Garðyrkjufélags Íslands.