Fréttir & tilkynningar

Sópun gatna og stíga gengur vel í Kópavogi.

Sópun gatna og stíga

Sópun gatna og stíga í Kópavogi gengur vel og er á áætlun. Þessa daga er verið að sópa Kársnesið meðal annars Vesturvör en sömuleiðis Hvörfin og gengur það vel. Samhliða götusópun eru göngustígar hreinsaðir.

Lokað fyrir kalt vatn á hluta Álfhólsvegar

Þriðjudagur 6.maí 2025
Mikil þátttaka hefur verið í Götugöngunni í Kópavogi.

Götuganga á afmælishátíð

Þann 13. maí verður Götuganga fyrir 60 ára og eldri haldin í Kópavogi í þriðja sinn haldin af Virkni og vellíðan í Kópavogi. Gengin er 3,4 kílómetra leið, byrjað í Breiðablik og gengið um Kópavogsdal.
Sindri Sveinsson er nýráðinn áhættu- og fjárstýringarstjóri hjá Kópavogsbæ.

Sindri verður áhættu- og fjárstýringarstjóri

Sindri Sveinsson hefur verið ráðinn áhættu- og fjárstýringarstjóri hjá Kópavogsbæ.
Védís Hervör Árnadóttir skrifstofustjóri umbótar og þróunar.

Védís leiðir umbætur og þróun

Védís Hervör Árnadóttir hefur verið ráðin stjórnandi nýrrar skrifstofu umbóta og þróunar hjá Kópavogsbæ. Védís hefur starfað sem forstöðumaður miðlunarsviðs í stjórnendateymi Samtaka atvinnulífsins frá árinu 2020.
Settir verða upp opnir gámar fyrir garðaúrgang á fimm stöðum í Kópavogi sem verða aðgengilegir 30. …

Vorhreinsun í Kópavogi

Settir verða upp opnir gámar fyrir garðaúrgang á fimm stöðum í Kópavogi sem verða aðgengilegir 30. apríl til 19. maí.
Smíðavöllurinn er við Smáraskóla.

Sumarnámskeið af fjölbreyttum toga

Boðið er upp á fjölbreytt og skemmtileg frístunda, - leikja - og íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára í sumar. Námskeið á vegum Kópavogsbæjar verða meðal annars, smíðavöllur, sjávaríþróttir Kópaness, sumarsmiðjur í félagsmiðstöðvum og skólagarðar.
Sigrún Hulda Jónsdóttir og Ásdís Kristjánsdóttir skoðuðu Barnaskóla Kársness á dögunum ásamt Grétar…

Nýr skóli hefur göngu sína í ágúst

Barnaskóli Kársness er nýr skóli í Kópavogi sem hefur göngu sína í ágúst. Barnaskóli Kársness verður samrekinn leik- og grunnskóli og hafa 40 leikskólabörn nú þegar fengið boð um pláss í skólanum.
Stóri plokk dagurinn 2025

Stóri plokkdagurinn 2025

Kópavogsbær tekur þátt í hreinsunarátakinu Stóra plokkdeginum sem haldinn er sunnudaginn 27.apríl.
Sundlaug Kópavogs.

Sund um páskana

Salalaug er opin á páskadag en Sundlaug Kópavogs á annan í páskum.