Fréttir & tilkynningar

Glæsilegur hópur nýútskrifaðra ásamt starfsfólki leikskóladeildar og sviðsstjóra menntasviðs.

Nýútskrifaðir leikskólakennarar í Kópavogi

Leikskóladeild fagnaði með nýútskrifuðu leikskólakennurunum og þeirra leikskólastjórum á dögunum. Að þessu sinni voru það 7 leikskólakennarar sem útskrifuðust þann 15. júní síðastliðinn frá Háskóla Íslands. Allir leikskólakennararnir hafa stundað nám í leikskólakennarafræðum samhliða vinnu hjá Kópavogsbæ og hafa hlotið námsstyrki.
Fannar Jónasson, Ásdís Kristjánsdóttir og Ómar Þorsteinsson.

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr Grindavík fyrsta árið.
Smíðavellir eru við Smáraskóla, Dalsmára 1.

Smíðavellir í Kópavogi

Smíðanámskeið stendur börnum og ungmennum til boða í sumar. Á smíðavellinum fá þátttakendur verkfæri, efni og aðstoð við smíði smáhluta og við kofasmíði. Í lok hvers námskeiðs mega börnin fara heim með það sem þau smíða.
Frá setningu Símamótsins 2021. Mynd/Síminn.

Símamót í fertugasta sinn

Símamótið í fótbolta fer fram dagana 11. til 14. júlí. Símamótið var fyrst haldið 1985 og verður þetta því 40. mótið í röðinni.
Annar gæsluvallanna í sumar er Lækjarvöllur við Lækjarsmára.

Gæsluvellir opnir í sumar

Sumaropnun gæsluvalla í Kópavogi hófst í dag, þann 10. júlí. Tveir gæsluvellir verða reknir í bænum frá 10. júlí til 7. ágúst. Þeir eru Lækjarvöllur við Lækjarsmára og við leikskólann Sólhvörf v/ Álfkonuhvarf.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri á ferðinni í leikskóla í Kópavogi.

Heimsótti alla leikskóla Kópavogs

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs lauk nýverið við að heimsækja alla leikskóla Kópavogs. Þegar hún tók við sem bæjarstjóri Kópavogs einsetti hún sér að heimsækja leikskóla í Kópavogi til að kynna sér starfsaðstæður og starfsumhverfi leikskólanna.
Kort sem sýnir umfang framkvæmda.

Heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu 19.-21. ágúst

Vegna tengingar á nýrri flutningsæð hitaveitu verður lokað fyrir heita vatnið í öllum Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Breiðholti og Norðlingaholti. Framkvæmdin er fyrsti hluti af lagningu Suðuræðar 2. English below.
Heita­vatns­laust við Álfhólsveg og nágrenni

Heitavatnslaust við Álfhólsveg og nágrenni

Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust við Álfhólsveg og gæti valdið þrýstingsfalli í nágrenni. mið 10. júlí
Lokað fyrir kalt vatn

Lokað fyrir kalt vatn 10.júlí.

Lokað fyrir kalt vatn í Lundarbrekka, Þverbrekka, Selbrekka
Listafólk Skapandi Sumarstarfa 2024

Fjölbreyttir viðburðir Skapandi Sumarstarfa

Dagskrá Skapandi Sumarstarfa er afar fjölbreytt og metnaðarfull í sumar. Listhóparnir stóðu fyrir ýmsum viðburðum í og um bæinn í síðasta mánuði en dagskrá júlímánaðar er ekki síðri. Skapandi Sumarstörf í Kópavogi veita ungu listafólki á aldrinum 20-26 ára tækifæri til að vinna að eigin listsköpun og hefur það reynst mikilvægur stökkpallur fyrir margt af efnilegasta listafólki landsins. Í sumar eru starfrækt 11 spennandi og ólík verkefni en að baki þeim standa 26 ungt listafólk úr mismunandi listgreinum.