Undanfarna daga hafa komið upp bilanir í götulýsingu, einna helst á Kársnesinu. Síðastliðinn laugardag var ræst út viðgerðarteymi og nú eru tvö teymi í vinnu í dag við að lagfæra bilanir á Kársnesinu.
Svanhildur Sif Haraldsdóttir var í dag heiðruð fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt framlag í þágu barna og fjölskyldna í Kópavogsbæ. Svanhildur hefur undanfarin 25 ár tileinkað líf sitt því að vera til staðar fyrir börn í vanda. Hún hefur undanfarin 10 ár rekið vistheimili fyrir barnaverndarþjónustu Kópavogs á heimili sínu. Þar geta börn dvalið hjá henni í lengri og skemmri tíma á meðan unnið er að bættum aðstæðum á heimili þeirra en Svanhildur er einstaklega hlý og gefandi.
Desember er tími samveru með fjölskyldu og vinum. Kópavogsbær fer í sparibúning og lýsir upp skammdegið með jólaskreytingum vítt og breitt um bæinn. Á þessum tíma nýta margir tækifærið til að líta yfir árið sem er að líða og huga að því sem er fram undan.
Framkvæmdum við endurbættan göngu- og hjólastíg á sunnanverðum Kópavogshálsi á milli Kópavogstún og Kópavogsbrautar er að mestu lokið og er stígurinn opinn á ný fyrir vegfarendur frá og með deginum í dag, 22.desember. Jafnframt hefur biðstöð strætó við Hafnarfjarðarveg verið opnuð að nýju.
Kópavogsbær stendur fyrir markaðskönnun vegna mögulegrar langtímaleigu á nútímalegu og sveigjanlegu húsnæði fyrir starfsemi eftirskóla- og frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni í Kópavogi.
Mikil ánægja ríkir á meðal foreldra og forsjáraðila í Kópavogi með íþróttastarf í bænum að því er fram kemur í Íþróttapúlsinum, nýrri þjónustumælingu á íþróttastarfsemi Kópavogsbæjar.