20.09.2024
Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, eigandi Jarðvals sem sér um jarðvegsvinnu í Vatnsendahvarfi, var Ásdísi innan handar við skóflustunguna sem tekin var með beltagröfu.