30.07.2024
Jafningjafræðsla Molans lýkur sínu fyrsta sumri
Starfi jafningjafræðslunnar lauk 26. júlí síðasliðinn en þar með lauk fyrsta sumri þar sem fræðslan var starfrækt á vegum Kópavogsbæjar. Jafningjafræðarar voru 7 talsins á aldrinum 16-19 ára. Þau heimsóttu hópa hjá Vinnuskóla Kópavogs sem og félagstöðvar í Kópavogi og áttu þar samtöl við önnur ungmenni um ýmis málefni viðkomandi þeim á jafningjagrundvelli.