Siglingafélagið Ýmir heldur utan um sumarnámskeið fyrir börn og fullorðna. Félagið býður upp á fjölmörg og fjölbreytt vikulöng námskeið en síðustu námskeið sumarsins fara fram í næstu viku, 22. - 26. júlí. Boðið er upp á námskeið í siglingu, leikjum og náttúruskoðun.
Leikskóladeild fagnaði með nýútskrifuðu leikskólakennurunum og þeirra leikskólastjórum á dögunum. Að þessu sinni voru það 7 leikskólakennarar sem útskrifuðust þann 15. júní síðastliðinn frá Háskóla Íslands. Allir leikskólakennararnir hafa stundað nám í leikskólakennarafræðum samhliða vinnu hjá Kópavogsbæ og hafa hlotið námsstyrki.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr Grindavík fyrsta árið.
Smíðanámskeið stendur börnum og ungmennum til boða í sumar. Á smíðavellinum fá þátttakendur verkfæri, efni og aðstoð við smíði smáhluta og við kofasmíði. Í lok hvers námskeiðs mega börnin fara heim með það sem þau smíða.
Sumaropnun gæsluvalla í Kópavogi hófst í dag, þann 10. júlí. Tveir gæsluvellir verða reknir í bænum frá 10. júlí til 7. ágúst. Þeir eru Lækjarvöllur við Lækjarsmára og við leikskólann Sólhvörf v/ Álfkonuhvarf.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs lauk nýverið við að heimsækja alla leikskóla Kópavogs. Þegar hún tók við sem bæjarstjóri Kópavogs einsetti hún sér að heimsækja leikskóla í Kópavogi til að kynna sér starfsaðstæður og starfsumhverfi leikskólanna.
Vegna tengingar á nýrri flutningsæð hitaveitu verður lokað fyrir heita vatnið í öllum Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Breiðholti og Norðlingaholti. Framkvæmdin er fyrsti hluti af lagningu Suðuræðar 2. English below.