Efnt var til fræðslugöngu um Trjásafnið í Kópavogi 15.september síðastliðinn í tilefni 70 ára afmælis bæjarins og var gangan samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Sögufélags Kópavogs. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri leiddi gönguna en naut stuðnings félaga úr Sögufélaginu við sögulegan fróðleik um byggð í grennd við Trjásafnið sem er austast í Fossvogsdal.
Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóði nefndarinnar. Markmiðið er að efla og auðga menningar- og mannlíf bæjarins með viðburðum sem fela í sér nýsköpun og stuðla að aðgengi sem flestra. Við hvetjum einstaklinga, listhópa, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir á sviði lista, hönnunar eða arkitektúrs til að sækja um.
Kópavogur tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu í ár eins og undanfarin ár. Boðið er upp á viðburði af fjölbreyttum toga í vikunni, og ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi.