Fréttir & tilkynningar

Yngstu börn eru 14 mánaða sem fá pláss í leikskólum Kópavogs í haust.

Fjórtán mánaða börn fá leikskólapláss í Kópavogi

Fyrri úthlutun í leikskóla Kópavogs fyrir haustið er lokið og var öllum börnum sem fædd eru í júní 2024 og eldri boðið leikskólapláss. Yngstu börn verða því fjórtán mánaða þegar aðlögun hefst í leikskólum Kópavogs að loknu sumarfríi. Úthlutun náði til 540 barna sem sótt var um fyrir 10.mars, sem eru um 90% barna sem hefja leikskólagöngu í haust.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogis og Sigrún Þórarinsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs.

Velferðarsvið flutt í Vallakór 4

Velferðarsvið Kópavogs er flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði í Vallakór 4 og var áfanganum fagnað síðastliðinn föstudag
Nýr leikskóla rís við Skólatröð sem verður tekinn í notkun 2027. Mynd/ASK arkitektar.

Nýr leikskóli rís við Skólatröð

Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Skólatröð í Kópavogi eru að hefjast en áætlað er að leikskólinn verði tekinn í notkun haustið 2026.
Frá Vatnsenda í Kópavogi.

Rekstur Kópavogsbæjar styrkist umtalsvert milli ára

Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring niðurstöðu ársreiknings sem lagður var fram í bæjarráði Kópavogs í morgun.
Vallakór 4

Afgreiðsla velferðarsviðs lokuð 11.apríl

Föstudaginn 11. apríl er afgreiðsla velferðarsviðs í Vallakór 4 lokuð. Þjónustuverið Digranesvegi svarar símtölum sem berast velferðarsviði.
Vatnsendahvarf er nýtt hverfi í Kópavogi.

Útboðskerfi kynnt vegna lóða í Vatnsendahvarfi

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lóðir í Vatnsendahvarfi. Af því tilefni verður kynningarfundur um útboðskerfi Kópavogs, Tendsign, á Bæjarskrifstofum, Digranesvegi 1 fimmtudaginn 10.apríl.
Röskun verður á afhendingu á köldu vatni í Turna-, Tóna-, Víkur- og Urðarhvarfi 9.apríl.

Röskun á afhendingu á köldu vatni 9.apríl

Röskun verður á afhendingu á köldu vatni í hluta af Hvörfunum miðvikudaginn 9. apríl frá kl. 10 - 14.
Kortið sýnir staði þar sem er hægt að nálgast moltu.

Viltu moltu?

Hægt er að sækja sér ókeypis moltu víða á höfuðborgarsvæðinu til 7.júní næstkomandi.
Frá Vatnsenda í Kópavogi.

Vatnsendamáli endanlega lokið

Beiðni um að áfrýja dómi Landsréttar í Vatnsendamáli var í dag synjað af Hæstarétti. Það þýðir að Vatnsendamáli er endanlega lokið og eru engin mál nú fyrir dómsstólum sem tengjast eignarnámi Kópavogsbæjar í Vatnsenda.
Hæstiréttur hefur synjað umræddri áfrýjunarleyfisbeiðni. Dómsmálinu er því endanlega lokið. Í dag e…

Ákvörðun Hæstaréttar í máli nr. 2025-33. Vatnsendamál

Hinn 28. maí 2018 var Kópavogsbæ birt stefna af hálfu Þorsteins heitins Hjaltested, þáverandi ábúanda jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi. Í málinu krafðist stefnandi þess að Kópavogsbær greiddi honum viðbótar eignarnámsbætur vegna eignarnáms bæjarins á landi úr Vatnsenda árið 2007.