Fréttir & tilkynningar

Aðventuhátíð Kópavogs verður haldin 29.nóvember.

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð Kópavogs verður haldin laugardaginn 29.nóvember. Dagskrá verður á útisvæði og í menningarhúsum frá kl. 15-17. Dagskrá á útisviði hefst kl. 16:30 sem endar á því að Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar.
Mynd tekin við undirritun samningsins í Garðaholti, Garðabæ, talið frá vinstri: Inga Hlín Pálsdótti…

Samstarf um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið

Skrifað var undir nýjan þriggja ára samning til áranna 2026-2028 um samstarf um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið á aðalfundi SSH þann 14. nóvember.
Frá vinstri: Védís Hervör Árnadóttir, umbóta- og þróunarstjóri, Jakob Sindri Þórsson, teymisstjóri …

Tímafrek verkefni leyst stafrænt

Kópavogsbær hefur gert samning við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Evolv um innleiðingu stafræns vinnuafls. Markmiðið er að tímafrek verkefni sem krefjast mikillar handavinnu verði leyst af stafrænu vinnuafli.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki velferðar- og mannréttindaráðs.

Auglýst eftir umsóknum um styrki velferðar- og mannréttindaráðs

Ár hvert veitir Velferðar- og mannréttindaráð Kópavogs hagsmuna- og félagasamtökum styrki til verkefna á sviði velferðarmála. Einnig eru veittir styrkir til verkefna sem hafa framgang mannréttinda og jafnréttis í Kópavogi að markmiði.
Upplýsingafundur fyrir íbúa og fyrirtæki verður haldinn 18.nóvember.

Upplýsingafundur fyrir íbúa og fyrirtæki við Fannborgarreit

Upplýsingafundur fyrir íbúa og fyrirtæki við Fannborgarreitinn veður haldinn þriðjudaginn 18. nóvember kl 16:30 í Kópavogsskóla. Þar verður fjallað um framvindu verkefnis við Fannborgarreit, en á næstu dögum mun verktaki hefja hreinsun innan úr húsunum á lóðum Fannborg 2, 4 og 6.
Mynd tekin við undirritun stofnsamninga í Garðaholti, Garðabæ, talið frá vinstri: Hansína Þóra Gunn…

Farsældarráð sett á laggirnar

Sá ánægjulegi áfangi náðist föstudaginn 14. nóvember að Farsældarráð höfuðborgarsvæðisins var formlega stofnað. Undirskriftarviðburðurinn fór fram á aðalfundi SSH í Garðaholti í Garðabæ.
Anna Rósa Sigurjónsdóttir og Rakel Ýr Ísaksen stjórnendur leikskólans Álfaheiði.

Álfaheiði tilnefnd til hljóðvistarverðlaunanna 2025

Leikskólinn Álfaheiði var tilnefndur til Íslensku hljóðvistarverðlaunanna 2025 – verðlauna sem veitt eru fyrir framúrskarandi hljóðhönnun og vandað umhverfi þann 12. nóvember 2025.
Þau sem horfðu á fræðsluefnið fóru sjálfkrafa í pott og hér má sjá hluta af okkar öfluga og fræðslu…

Heilsuvika starfsfólks Kópavogsbæjar fór fram vikurnar 21. - 30. október

Kópavogsbær vill stuðla að góðri heilsu, vitund og hreysti starfsfólk sbr. áherslur í okkar mannauðsstefnu. Eitt af leiðarljósunum er að hjá Kópavogsbæ sé “Gott að vera" og heilsuvikurnar eru einmitt eitt verkfæri til þess þar sem lögð er áhersla á forvarnir sem hlúa að andlegri og líkamlegri líðan hvers og eins starfsmanns.
Lokað er fyrir kalt vatn í stórum hluta Kópavogs 17.-18.nóvember.

Lokað fyrir kalt vatn 17.-18.nóvember

Uppfærð frétt: Vegna framkvæmda við Arnarnesveg þarf að loka fyrir rennsli á köldu vatni í Lindahverfi, Smárahverfi, Digranesi og Kársnesi frá 22.mánudaginn 17.nóvember til 06.00 þriðjudaginn 18.nóvember.
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar var lögð fram 11.nóvember til fyrri umræðu.

Ábyrgur rekstur, skattalækkanir og bætt lífsgæði Kópavogsbúa

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2026 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag, þriðjudaginn 11. nóvember.