Veitingastaðurinn Króníkan opnar í Gerðarsafni innan tíðar en samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður í dag, 11.maí á afmælisdegi Kópavogsbæjar.
Tunnuskipti í tengslum við nýtt flokkunarkerfi á sorpi hefjast 22.maí í Kópavogi. Byrjað verður á tveimur stöðum í bænum, Hjöllum og Álfaheiði annars vegar og Hvörfum og Þingum hins vegar.
Ungir sýningarstjórar á aldrinum 8-14 ára opna listsýninguna Draumaeyjan okkar á vegum Vatnsdropans á laugardaginn kemur, 13. maí á Bókasafni Kópavogs kl. 13.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt heimild til riftunar verksamnings við verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher um byggingu Kársnesskóla við Skólagerði.
Íbúar í Kópavogi hafa verið duglegir að taka til hendinni í görðum síðan vorhreinsun hófst. Til þess að bregðast við hefur tveimur gámum verið bætt við, í Víðigrund hjá Skólagörðunum og í Fífuhvammi.