Hamraborg Festival fer fram dagana 25. - 27. ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega þáttöku.
Reiknivél leikskólagjalda er nú aðgengileg á vef bæjarins. Hægt er að nota hana til þess að skoða hversu há leikskólagjöld eru miðað við dvalartíma barns.
Miðvikudaginn 23. ágúst frá kl. 18:30 til 00:30 er áætlað að loka Vatnsendavegi ef veður leyfir á milli hringtorga Breiða-/Álfkonuhvarfs og Akurhvarfs/Elliðahvammsvegar vegna malbikunar.
Fyrsti fundur bæjarstjórnar Kópavogs eftir sumarfrí fer fram þriðjudaginn 22.ágúst. Nýr forseti bæjarstjórnar er Elísabet B. Sveinsdóttir sem tekur við keflinu af Sigrúnu Huldu Jónsdóttur sem var forseti bæjarstjórnar 2022-2023.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, átti góðan og jákvæðan fund með Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, um breytingar á starfsumhverfi og skipulagi leikskólastarfs í Kópavogi sem sveitarfélagið er að hefja innleiðingu á.