16.05.2025
Þriðjudaginn 13. maí fundaði Bæjarstjórn Kópavogs með fulltrúum ungmennaráðs og grunnskólabarna bæjarins. Á fundinum voru lagðar fram tillögur Barna- og ungmennaþings en það er einn af hornsteinum barnvæns sveitarfélags, eins og Kópavogur er, að börn og ungmenni fái að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.