Milli Hlíðarhjalla 2 og Álfaheiðar eru í gangi framkvæmdir sem hafa það að markmiði að bæta umferðaröryggi gangandi vegfarenda en fjölmörg börn eiga þarna leið um, í og úr skóla.
Nú verður farið í meiriháttar viðhald í klefum og á útlaug á næstu tveimur til þremur vikum. Framkvæmdir hefjast annan í Hvítasunnu, 9. júní, og munu standa til mánudagsins 23. júní, að minnsta kosti.
Haldið verður upp á 17. júní með glæsibrag í Kópavogi og er boðið upp á dagskrá á nokkrum stöðum í bænum. Skemmtidagskrá er bæði á Rútstúni og við Versali frá tvö til fjögur en leiktæki og hoppukastalar opna klukkan tólf. Einnig er dagskrá við Menningarhús bæjarins.
Kópavogsbær ætlar í fyrsta sinn að kanna upplifun foreldra og forsjáraðila barna í grunnskólum Kópavogs á gæðum þjálfunar og þjónustu íþróttafélaganna.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur staðfest að byggingaráform á Fannborgarreit og Traðareit séu í samræmi við deiliskipulag miðbæjar Kópavogs. Uppbygging á reitunum markar fyrstu áfangana í uppbyggingu á svæðinu og er liður í að skapa lifandi og fjölbreyttan miðbæ fyrir íbúa, gesti og atvinnulíf í miðbæ Kópavogs. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2017.