Fréttir & tilkynningar

Skólahljómsveit Kópavogs fagnar 45 ára starfsafmæli sínu um þessar mundir.

Skólahljómsveit Kópavogs fagnar 45 ára afmæli

Skólahljómsveit Kópavogs heldur upp á 45 ára starfsafmæli sitt með veglegum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 4. mars kl. 17:00. Hljómsveitin sem var stofnuð haustið 1966 miðar afmæli sitt ávallt við fyrstu tónleikana sem haldnir voru við Kársnesskóla 22. febrúar 1967.
Skólahljómsveit Kópavogs fagnar 45 ára starfsafmæli sínu um þessar mundir.

Skólahljómsveit Kópavogs fagnar 45 ára afmæli

Skólahljómsveit Kópavogs heldur upp á 45 ára starfsafmæli sitt með veglegum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 4. mars kl. 17:00. Hljómsveitin sem var stofnuð haustið 1966 miðar afmæli sitt ávallt við fyrstu tónleikana sem haldnir voru við Kársnesskóla 22. febrúar 1967.
Flutningur stendur ný yfir á Héraðsskjalasafni.

Héraðsskjalasafn Kópavogs lokað vegna flutninga

Frá og með föstudeginum 17. febrúar til miðvikudagsins 7. mars verður Héraðsskjalasafn Kópavogs lokað vegna flutninga.
Guðrún Pálsdóttir færir Ármanni Kr. Ólafssyni lyklana að skrifstofu bæjarstjóra.

Ármann tekur við lyklavöldunum af Guðrúnu

Ármann Kr. Ólafsson tók við lyklavöldunum af Guðrúnu Pálsdóttur á bæjarstjóraskrifstofu Kópavogs í dag. Ármann var kjörinn bæjarstjóri á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Guðrún hverfur nú til annarra starfa hjá bænum en hún varð bæjarstjóri í júní 2010.

Þriggja ára áætlun lögð fram

Þriggja ára fjárhagsáætlun vegna áranna 2013 til 2015 var tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Í áætluninni er reiknað með að rekstrarafgangur verði á samstæðureikningi næstu árin eða 327 milljónir króna árið 2013, 521 milljón króna árið 2014 og um 698 milljónir króna árið 2015.
Bókasafn Kópavogs

Fjallað um ábyrgð í Bókasafni Kópavogs

Erindaröð um ábyrgð verður haldin á Bókasafni Kópavogs vikulega á fimmtudögum í febrúar og mars. Fjórir þekktir einstaklingar greina frá viðhorfi sínu til efnisins. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Ármann Kr. Ólafsson

Ármann Kr. Ólafsson nýr bæjarstjóri

Ármann Kr. Ólafsson var á fundi bæjarstjórnar í kvöld kjörinn bæjarstjóri Kópavogs. Nýr meirihluti sjálfstæðismanna, framsóknarmanna og Y-Lista Kópavogsbúa tók á þeim sama fundi við stjórnartaumunum í bænum.
Fjölmargir lögðu leið sína á menningarholtið í Kópavogi á Safnanótt.

Góð aðsókn að Safnanótt

Góð aðsókn var á Safnanótt í Kópavogi á föstudagskvöld en fimm söfn á menningarholti bæjarsins buðu afar fjölbreytta dagskrá. Safnanótt er samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en tilgangurinn er að vekja athygli á því mikla starfi sem fram fer í söfnum á svæðinu.
Jenna Katrín og Aron Daði flytja sigurlagið

Keppa fyrir hönd MK

Urpið, söngkeppni NMK (nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi) fór fram, í Salnum 8. febrúar sl. Margir efnilegir söngvarar stigu á stokk en Aron Daði Þórisson og Jenna Katrín Kristjánsdóttir báru sigur úr býtum og keppa fyrir hönd MK í Söngkeppni framhaldsskólanna, á Akureyri í apríl.

Málefnasamningur 2010

Málefnasamningur um meirihlutasamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Y-Lista Kópavogsbúa hefur nú verið samþykktur. Í honum er tekið fram að hann sé grundvallaður á stefnuskrám flokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2010 en hann taki jafnframt mið af því að hann sé gerður á miðju kjörtímabili.