Fréttir & tilkynningar

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.

Samgönguviku ýtt úr vör

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ýtti samgönguvikunni úr vör um helgina en markmiðið með henni er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota vistvænni samgöngumáta s.s. almenningssamgöngur, hjól eða tvo jafnfljóta.
Yngstu börnin létu sitt ekki eftir liggja.

Byggja upp útikennslusvæði í Lindahverfi

Foreldrar og börn í Lindahverfi létu hendur standa fram úr ermum í síðustu viku og hjálpuðust að við að byggja upp útikennslusvæði fyrir skólana í hverfinu.
skipulagsmál

Hverfaráð taka til starfa

Fimm hverfaráð hafa nú verið stofnuð í Kópavogi og verður starfi þeirra ýtt úr vör á næstu dögum og vikum.
Fjölmargir tóku þátt í hjóladeginum sem haldinn var í tilefni samgönguvikunnar árið 2010.

Hjólum rétta leið á sunnudag

Kópavogsbúar eru hvattir til að taka þátt í evrópsku samgönguvikunni sem hefst á sunnudag með hjólreiðaför sem endar í Árbæjarsafni.
Lóðin er vinstra megin á myndinni, ofan við veginn sem liggur meðfram vatninu.

Úrvalslóð á besta stað

Óskað er eftir tilboðum í lóðina að Hólmaþingi 7 í Kópavogi. Þetta er úrvalslóð á einum besta stað í bænum.

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra-og tækjakaupa fatlaðs fólks

Kópavogsbær vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga um málefni fatlaðs fólks.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og Guðbjartur Hanne…

Atvinnutorg fyrir ungt fólk í Kópavogi

Atvinnutorgi fyrir ungt fólk í Kópavogi hefur nú verið komið á fót en markmiðið er að auka virkni ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára, sem hvorki er í vinnu né skóla, og aðstoða það við að fóta sig á vinnumarkaði eða í námi. Atvinnutorgið er tilraunaverkefni Kópavogsbæjar, Vinnumálastofnunar og velferðarráðuneytisins og nær til þriggja ára.
Ármann Kr. Ólafsson, Ingibjörg Þórunn Jóhannsdóttir og Guðmundur Hallvarðsson.

Ný dægradvöl fyrir aldraða tekin í notkun

Ný dægradvöl aldraðra í Kópavogi, sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, og Kópavogsbær sömdu um í janúar síðastliðnum, var formlega tekin í notkun í dag. Starfsemin er til húsa í þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar við hlið Hrafnistu í Boðaþingi og er gert ráð fyrir dvöl þrjátíu einstaklinga á hverjum tíma.
Sigurþór Heimisson leikari túlkar Strauss, segir sögu sína og tæpir líka á sögu íslenskra þjóðdansa…

Konungar valsanna í tónlistarsafninu

Tónlistarsafn Íslands hefur að undanförnu tekið á móti áhugasömum skólakrökkum og frætt þá um sögu tónlistar og fleira. Tónlistarsafnið er eitt af glæsilegum söfnum Kópavogsbæjar og er á menningarholtinu svokallaða, skáhalt á móti Gerðarsafni.
Leikfélag Kópavogs frumsýnir nýtt verk í febrúar 2012.

Hringurinn frumsýndur hjá Leikfélagi Kópavogs

Leikfélag Kópavogs frumsýnir nýtt íslenskt leikverk er nefnist Hringurinn, sunnudaginn 26. febrúar. Verkið er eftir Hrefnu Friðriksdóttur og leikstjóri er Hörður Sigurðarson. Miðaverð er 2.000 kr. en 1.000 fyrir aldraða og öryrkja. Sýningar standa yfir til 10. mars.