Fréttir & tilkynningar

Hinrik Snær Guðmundsson frá félagsmiðstöðinni Þebu í Smárakóla.

Hinrik Snær frá Þebu varð í efsta sæti

Hinrik Snær Guðmundsson, frá félagsmiðstöðinni Þebu í Smáraskóla, sigraði í árlegri söngkeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi á mánudagskvöld. Hann ásamt þeim sem lentu í öðru og þriðja sæti tekur þátt í söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni í mars.
Listaverk sem prýðir útivegg

Ljóðahátíð í Salnum á laugardag

Verðlaun verða veitt í ljóðasamkeppninni Ljóðstafur Jóns úr Vör í Salnum laugardaginn 21. janúar og hefst dagskráin klukkan 16:00. Þar verða einnig veitt verðlaun í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Kópavogsbúar og aðrir ljóðaunnendur eru hjartanlega velkomnir.

Eineltisstefna Kópavogsbæjar samþykkt í bæjarráði

Eineltisstefna Kópavogsbæjar var samþykkt á bæjarráðsfundi í vikunni. Í henni segir að Kópavogsbær hafi það að leiðarljósi að vera góður vinnustaður og að starfsmönnum líði þar vel. Í stefnunni er einelti skilgreint, farið yfir ábyrgð stjórnenda og viðbrögð við einelti.
Loftmynd af Skerjafirði

Samþykkt að friðlýsa hluta Skerjafjarðar

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í vikunni að friðlýsa hluta Skerjafjarðar sem er innan bæjarmarka Kópavogs með fjörum ásamt grunnsævi. Samkvæmt því verða friðlýst tvö svæði, annars vegar í Kópavogi (39 ha) og hins vegar í Fossvogi (23,6 ha), alls um 62,6 ha svæði sem er mikilvæg búsvæði fugla.
Guðríður Arnardóttir

Samþykkir samskiptareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gærkvöld sérstakar samskiptareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna bæjarins. Tilgangur þeirra er að skýra hlutverk stjórnsýslu annars vegar og kjörinna fulltrúa hins vegar sem og að tryggja faglega afgreiðslu allra mála og jafnræði íbúa.
Strætisvagn á ferð og flugi um Kópavog

Farmiðar Strætó hækka 1. febrúar

Stjórn Strætó bs. ákvað á fundi sínum 16. desember síðastliðinn að hækka gjaldskrá sína. Þannig mun verð á tímabilskortum og afsláttarfarmiðum hækka um 10% að jafnaði 1. febrúar næstkomandi. Stök fargjöld haldast hins vegar óbreytt, eða 350 krónur. Hækkunin er liður í stefnu stjórnar þess efnis að auka hlut fargjaldatekna í rekstrarkostnaði Strætó bs. og að gjaldskrá haldi í við þróun almenns verðlags.

Salt borið á götur Kópavogsbæjar

Salti verður dreift á götur og gangstéttir Kópavogsbæjar í dag og næstu daga vegna hálku en sandur var borinn á götur bæjarins á laugardag. Byrjað verður á því í dag að salta aðalleiðir en síðan verður farið í íbúagötur.
Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi ásamt þeim Þórunni Björg Guðmundsdóttur, Atla Þór Erlendssyni og E…

Þrír nemendur MK fengu viðurkenningu

Þrír nemendur sem brautskráðust frá Menntaskólanum í Kópavogi fyrir jól fengu styrk úr viðurkenningarsjóði MK fyrir góðan námsárangur. Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi veitti viðurkenningarnar þar sem sjóðurinn var stofnaður af bæjarstjórn Kópavogs árið 1993 í tilefni af 20 ára afmæli skólans.
Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs

Úthlutunarreglur skýrari og ótvíræðari

Reglur Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði eru mun skýrari og ótvíræðari nú en þær voru árið 2005. Því ættu ágreiningsatriði þau sem fram koma í dómi Hæstaréttar frá því fyrir jól ekki að rísa aftur.
Þessi mynd er tekin á íþróttahátíðinni í upphafi árs 2012. Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, íþróttakona…

Kári Steinn og Kristjana Sæunn íþróttafólk ársins

Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki, og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2011. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum við hátíðlega athöfn síðdegis í dag.