Fréttir & tilkynningar

Bláfáninn mættur í Kópavog

Kópavogsbær fær Bláfánann

Landvernd afhenti Kópavogsbæ Bláfánann í vikunni og var fáninn dreginn að húni við félagsheimili Siglingafélagsins Ýmis. Bláfáninn alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er smábátahöfnum og baðströndum og er útbreiddasta umhverfisviðurkenning sinnar tegundar í heiminum. Bláfáninn er veittur fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu og vandaða upplýsingagjöf um aðbúnað og umhverfi.
Kópavogsdalur að sumarlagi.

Íbúar taki þátt í hverfisáætlun

Hverfisáætlun fyrir Smárahverfi er vel á veg komin en á skipulags- og byggingardeild Kópavogs er nú unnið að hverfisáætlunum fyrir allan Kópavogsbæ.
Frá afhendingu Kópsins í Salnum 2014.

Framúrskarandi skólastarf verðlaunað

Fjögur verkefni fengu viðurkenningu skólanefndar Kópavogs, Kópinn, fyrir framúrskarandi starf í grunnskólum bæjarins; Tálgarí í Snælandsskóla, Hafið í Kópavogsskóla, Dægradvölin í Salaskóla og Stærðfræði er skemmtileg í Hörðuvallaskóla.
Fjör á Ormadögum í Kópavogi.

Ormadagar í Kópavogi

Á fimmta þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi taka þátt í barnamenningarhátíð Kópavogs, Ormadögum, sem hefst mánudaginn 19.maí.
Listaverk prýðir útivegg

Listaverk Kópavogsdaga lifa áfram

Kópavogsdögum, menningarhátíð Kópavogs, lauk um helgina og var góður rómur gerður að fjölbreyttum viðburðum hátíðarinnar.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Salka Sól Eyfeld og Tinna Sverrisdótti…

Heiðurslistamaður og bæjarlistamenn útnefndir

Theódór Júlíusson leikari var í dag útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs. Á sama tíma voru þrjár listakonur útnefndar bæjarlistamenn, þær Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Salka Sól Eyfeld.
Stúlkur frá Kópahvoli sem tóku þátt í gjörningnum Líf/Leaf.

Leikskólabörn tóku þátt í gjörningi

Kópavogsdagar, menningarhátíð Kópavogsbæjar, hófust í dag. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri setti hátíðina sem hófst með gjörningi listakonunnar Eyglóar Benediktsdóttur.
Glen Matlock bassaleikari The Sex Pistols.

Pönk í stóru hlutverki á Kópavogsdögum

Glen Matlock, bassaleikari hljómsveitarinnar The Sex Pistols, er heiðursgestur á Kópavogsdögum í ár. Kópavogsdagar hefjast á morgun, 8. maí, en dagskrá þeirra hefur verið dreift í húsi í Kópavogi.
Líf og fjör í sundlaug Kópavogs

Kópavogsdagar hefjast 8. maí

Kópavogsdagar, menningarhátíð Kópavogsbæjar, hefjast 8. maí og standa yfir til 11. maí.
Hjálmar Hjálmarsson, Karen E. Halldórsdóttir, Hrönn Marinósdóttir og Una Björg Einarsdóttir við und…

RIFF á menningartorfu Kópavogs

Dagskrá RIFF - Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fer að hluta fram í menningarhúsum Kópavogsbæjar í haust. Samkomulag um samstarf Listhúss Kópavogsbæjar, lista- og menningarráðs og RIFF var undirritað í Kópavogi í dag.