Fréttir & tilkynningar

Fulltrúar frá hjálparsamtökum og fulltrúar nemenda Vatnsendaskóla ásamt Guðrúnu Soffíu Jónasdóttur …

Söfnuðu ríflega 300.000 í góðgerðaviku

Nemendur í Vatnsendaskóla afhentu nýverið fulltrúum Rauða krossins, Samhjálpar, Unicef og ABC-barnahjálp afrakstur söfnunar góðgerðaviku skólans, alls ríflega 300.000 krónur. Í góðgerðavikunni var hefðbundin kennsla brotin upp og nemendur fræddust á fjölbreyttan hátt um störf þessara hjálparsamtaka. Þeir fóru meðal annars í vettvangsheimsóknir í nytjamarkaðinn og Samhjálp og elsta stigið kynnti sér stöðu flóttamanna.
Sigurvegari í upplestrarkeppni 7. bekkjar 2015 var Aníta Daðadóttir, í öðru sæti var Björn Breki St…

Aníta vann upplestrarkeppnina

Aníta Daðadóttir, Salaskóla, bar sigur úr bítum í árlegri upplestrarkeppni sjöunda bekkjar í Kópavogi. Átján keppendur úr öllum níu grunnskólum Kópavogs tóku þátt í keppninni, sem fór fram í Salnum 25. mars síðastliðinn. Í öðru sæti var Björn Breki Steingrímsson, Salaskóla og í þriðja sæti var Bjartur Jörfi Ingvason, Snælandsskóla.
Hörðuvallaskóli

Samræmdu prófin í Kópavogi

Grunnskólar í Kópavogi voru yfir landsmeðaltali í öllum greinum í samræmdu prófunum sem þreytt voru síðastliðið haust. Þetta kemur fram í skýrslu um samræmd könnunarpróf 2014. Prófað var í þremur greinum í 10. bekk, íslensku, stærðfræði og ensku, og tveimur í sjöunda og fjórða bekk, íslensku og stærðfræði. Í öllum þessum greinum er Kópavogur yfir landsmeðaltalinu, sem er 30 á normaldreifðum kvarða.
Fannborg 2

Jákvæðar horfur í Kópavogi

Horfur í Kópavogi uppfærast úr stöðugum í jákvæðar í nýju lánshæfismati Reitunar (PDF skjal). Lánshæfi Kópavogs helst óbreytt en Reitun spáir hækkun á lánshæfismati í kjölfar ársuppgjörs bæjarfélagsins, ef ekkert óvænt kemur fram.
Stuttmyndir í Sundlaug Kópavogs í tengslum við RIFF, kvikmyndahátíð.

RIFF verður aftur í Kópavogi

RIFF kvikmyndahátíðin verður aftur í Kópavogi í haust en lista- og menningarráð bæjarins hefur ákveðið að styrkja hátíðina um 3,5 milljónir króna. Dagskráin í Kópavogi verður kynnt er nær dregur en sérviðburðir verða eins og í fyrra í menningarhúsum bæjarins. Stefnt er á að hafa viðburði meðal annars í Gerðarsafni, Salnum, Bókasafni Kópavogs og Molanum.
Afhending endurskoðaðra árganganámskrrár 2015. Á myndinni er nefndin sem vann að endurskoðuninni me…

Leikskólanámskrár endurskoðaðar

Árganganámskrár leikskólanna í Kópavogi hafa verið endurskoðaðar og var ný útgáfa námskránna kynnt leikskólastjórum bæjarins í vikunni. Við sama tækifæri afhenti nefndin sem vann að endurskoðuninni bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, eintak af námskránum. Árganganámskrárnar lýsa starfi árganganna í leikskólum bæjarins.
17. júní 2014,

Kópavogsbúum fjölgar mest

Kópavogsbúum fjölgaði um tæplega 900 á síðasta ári og voru 33.205 talsins í ársbyrjun 2015. Landsmönnum fjölgaði um 3.429 á síðasta ári og varð mesta fjölgunin í Kópavogi íbúaþróun er skoðuð eftir sveitarfélögum. Kópavogur er sem fyrr næststærsta sveitarfélag landsins en þar búa nú 10% landsmanna sem alls voru 329.100 þann 1. janúar 2015 samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar.
Áhugasamir nemendur á jafnréttisviku MK 2015.

Vel heppnuð jafnréttisvika

Jafnréttisvika MK var haldin í níunda sinn vikuna 2. Til 5. mars. Dagskrá jafnréttisvikunnar, sem styrkt er af jafnréttisráði Kópavogs, var fjölbreytt og vel sótt af nemendum og kennurum. Meðal þess sem boðið var upp á voru fyrirlestrar um ýmis mál sem tengjast jafnrétti, sýning heimildamynda en vikunni lauk með heimsókn uppistandara. Dagskráin fór fram í matsal MK og var bekkurinn þétt setinn á öllum viðburðum.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Endurskoðaðar siðareglur samþykktar

Siðareglur (PDF skjal) kjörinna fulltrúa í Kópavogsbæ hafa verið endurskoðaðar og breytingar samþykktar af bæjarstjórn. Endurskoðun reglanna var á hendi forsætisnefndar en þær voru samþykktar einróma á fundi bæjarstjórnar 27. janúar síðastliðinn. Reglurnar voru lagðar fram til undirritunar á fundi bæjarstjórnar 24. febrúar að fenginni staðfestingu innanríkisráðuneytisins.
Austurkór 3 í Kópavogi.

Nýtt húsnæði fyrir fatlaða í Kópavogi

Velferðasviði Kópavogsbæjar voru í dag afhentir lyklar að Austurkór 3 sem er íbúðakjarni fyrir fatlaða. Í Austurkór eru sex íbúðir ásamt aðstöðu fyrir starfsmenn sem veita íbúum þjónustu allan sólarhringinn. Þá hefur verið lokið þeim tíu íbúðum sem samþykkt var að reisa árið 2012 en framkvæmdir eru hafnar við fjórar nýjar þjónustuíbúðir sem afhentar verða um mitt næsta ár.