Fréttir & tilkynningar

Mirror's tunnel eftir Ólaf Elíasson.

Ólafur Elíasson í Gerðarsafni í sumar

Sýningin NEW REALEASE verður opnuð í Gerðarsafni í ágúst í tengslum við alþjóðlegu listahátíðina Cycle og mun sýna meðal annars verk Ólafs Elíassonar Mirror‘s Tunnel. Hátt í hundrað listamenn, íslenskir sem erlendir, taka þátt í hátíðinni sem fer að mestu fram í og við menningarhús Kópavogsbæjar en einnig víðar í Kópavogi, dagana 13. til 16. ágúst. Af öðrum listamönnum má nefna Gjörningaklúbbinn, Christinu Kubisch, Jennifer Walshe, Simon Steen-Andersen, Ensemble Adapter og Skark Ensemble.
17. júní 2014

Hátíðarhöld 17. júní í Kópavogi

Haldið verður upp á 17. júní í Kópavogi með metnaðarfullri dagskrá sem stendur allan daginn og fram á kvöld. Dagskrá þjóðhátíðardagsins hefst með sérstakri opnun í sundlaugum bæjarins þar sem Skólahljómsveit Kópavogs leikur fyrir gesti.
Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Guðrún Soffía Jónas…

Spjaldtölvur afhentar í Kópavogi

Kópavogsbær afhenti í dag 500 spjaldtölvur til kennara í grunnskólum bæjarins. Í byrjun næsta skólaárs verða fyrstu nemendatækin afhent og þegar innleiðingu lýkur haustið 2016 munu allir nemendur á mið- og unglingastigi í grunnskólum Kópavogs hafa spjaldtölvur til afnota.
Hjá dagforeldri í Kópavogi.

Mikil ánægja með dagforeldra

Tæplega 93% foreldra í Kópavogi er mjög ánægður eða ánægður með samstarf við dagforeldra. Þetta kemur fram í árlegri viðhorfskönnun foreldra sem nýta þjónustu dagforeldra í Kópavogi og var lögð fyrir í febrúar 2015.
Grænfáni aftendur í Álfhólsskóla 5. júní 2015.

Fengu grænfána á fimm ára afmæli

Álfhólsskóli hélt upp á fimm ára afmæli og fagnaði því um leið að fá grænfána Landverndar afhentan. Í tilefni dagsins var gengið fylktu liði frá Digranesi yfir að Hjalla þar sem grænfáninn var afhentur og dreginn að húni. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Katrín Magnúsdóttir starfsmaður Skóla á grænni grein og Sigrún Magnúsdóttir skólastjóri ávörpuðu samkomuna og Skólahljómsveit Kópavogs lék lög.
Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og Sigríður Kristín H…

Lýðheilsustefna Kópavogsbæjar í bígerð

Samningur um gerð og framkvæmd lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar var undirritaður í Kópavogi í dag.
Salóme Hallfreðsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson og Hjördís Ýr Johnson við afhendingu Bláfánans í Ýmishö…

Kópavogsbær fékk Bláfánann

Kópavogsbær fékk í dag afhentan Bláfánann fyrir Ýmishöfn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs veitti fánanum viðtöku fyrir hönd bæjarins ásamt Hjördísi Johnson formanni umhverfis- og skipulagsnefndar. Salóme Hallfreðsdóttir frá Landvernd afhenti viðurkenninguna en Landvernd afhendir Kópavogsbæ Bláfánann fyrir hönd The Foundation for Environmental Education (FEE) . Fáninn er alþjóðleg umverfisviðurkenning fyrir smábátahafnir og baðstrendur.
Fulltrúar styrkþega, forvarnarsjóðs og Kópavogsbæjar að lokinni afhendingu forvarnarstyrkja 2015.

Úthlutun styrkja úr forvarnarsjóði

Fjögur verkefni fengu úthlutað samtals tæpum tveimur milljónum úr forvarnarsjóði Kópavogs í dag. Leikskólar Kópavogs fengu 900.000 króna styrk fyrir verkefnið Vinátta, Blátt áfram fékk 500.000 krónur fyrir verkefnið Bella net, Salaskóli hlaut 200.000 króna styrk fyrir verkefnið Ábyrgur á netinu,. Loks hlaut SAMAN hópurin 100.000 króna styrk til forvarnarstarfs sem hefur það að markmiði að styðja foreldra í uppeldishlutverkinu.
Að lokinni undirritun viljayfirlýsingar Kópavogsbæjar og Gagnaveitu Reykjavíkur um ljósleiðaravæðin…

Uppbyggingarhraði ljósleiðara aukinn

Kópavogsbær og Gagnaveita Reykjavíkur hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um aukinn uppbyggingarhraða Ljósleiðarans í bæjarfélaginu. Allir nýir viðskiptavinir Gagnaveitu Reykjavíkur í Kópavogi munu fá búnað sem ræður við 1 Gb/s gagnahraða. Með þessu er Gagnaveitan að koma Kópavogsbæ í fremstu röð bæjarfélaga í fjarskiptum en 64% heimila í munu í lok árs hafa aðgengi að hraðasta Interneti á Íslandi. Ljósleiðaravæðingu bæjarins lýkur síðan fyrir lok ársins 2017 en þá munu öll heimili í bænum hafa aðgengi að Ljósleiðaranum.
Ormadagar hafa verið haldnir hátíðlegir í nokkur ár, hér er mynd frá árinu 2014.

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

Ormadagar, barnamenningarhátíð Kópavogsbæjar, hefjast 26. maí og lýkur með glæsilegri uppskeruhátíð í menningarhúsum bæjarins og í Kópavogskirkju helgina 30. og 31. maí. Þema hátíðarinnar er: Gamalt og nýtt og verður áhersla lögð á gamla útileiki og gömul leikföng. Allir eru velkomnir og ókeypis er inn á alla viðburði. Ormadagarnir hefjast með skipulögðum heimsóknum leik- og grunnskólabarna í öll menningarhús bæjarins fram eftir viku. Yfir 2.000 börn hafa boðað komu sína.