27.08.2015
Umhverfisviðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar voru afhentar í Salnum fimmtudaginn 27. ágúst. Kynnt var val á götu ársins, Baugakór, en auk þess voru veittar tólf viðurkenningar fyrir hönnun og umhverfi. Í Baugakór afhjúpaði Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar, viðurkenningakjöld og flutti ávarp. Margrét, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Hjördís Ýr Johnson formaður umhverfis- og samgöngunefndar gróðursettu svo tré íbúum götunnar til heiðurs. Bæjarstjórn Kópavogs valdi götu ársins á bæjarstjórnarfundi fyrr í sumar.