19.02.2015
Yfir sex hundruð nemendur í Gerðarsafn
Alls 625 nemendur, aðallega úr leik- og grunnskólum Kópavogs, tóku þátt í nýrri fræðslu- og upplifunarsýningu í Gerðarsafni í byrjun árs, Stúdíó Gerðar. Tilgangur sýningarinnar er að efla safnafræðslu í Kópavogi með áherslu á sköpun og ímyndunarafl þátttakenda. Listamaðurinn Guðrún Benónýsdóttir var hugmyndasmiður sýningarinnar í samstarfi við listrænan stjórnanda Gerðarsafns, Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur.