Fréttir & tilkynningar

Ein myndanna sem verða til sýnis á myndasýningunni

Afmælismyndasýning Kópavogs

Myndasýning sem sett var upp fyrir afmælistónleika bæjarins í Kórnum er nú aðgengileg á vef bæjarins.
Frá undirritun samstarfssamnings um átak gegn heimilisofbeldi.

Sameiginlegt átak gegn heimilisofbeldi

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi. Í yfirlýsingunni felst að frá og með mánudeginum 18. maí taka velferðarsvið sveitarfélaganna og lögreglan upp nýjar verklagsreglur sem tryggja eiga markvissari viðbrögð og úrræði gegn ofbeldi á heimilum.
Handhafar Kópsins, viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf 2015 í Kópavogi, ásamt skólanefnd…

Framúrskarandi skólastarf verðlaunað

Fimm verkefni hlutu viðurkenningu skólanefndar Kópavogs, Kópinn, fyrir framúrskarandi starf í grunnskólum bæjarins. Forritunarvika í Hörðuvallaskóla, Útileikhús í Kópavogsskóla, Betri samskipti, betri líðan, betri árangur í Kársnesskóla, Frá haga til maga í Waldorfskólanum Lækjarbotnum og loks Snjallsímanotkun nemenda í dönskunámi í Kópavogsskóla.
Frá fjölmenningardegi í Smáraskóla 2014.

Fjölmenningardagur í Smáraskóla

Fjölmenningardagur verður haldinn í Smáraskóla 16. maí frá kl. 11 til 13 og eru allir hjartanlega velkomnir. Markmiðið er að stuðla að umburðarlyndi og fordómaleysi.
Menningarhúsin í Kópavogi.

Ný menningarstefna í Kópavogsbæ

Ný menningarstefna Kópavogsbæjar var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 12. maí. Stefnan nær til alls lista- og menningarstarfs á vegum bæjarins og þar með til menningarhúsanna: Salarins, Gerðarsafns, Bókasafns Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Héraðsskjalasafns Kópavogs og Tónlistarsafns Íslands. Stefnan var unnin í víðtæku samráði við flesta sem hafa með einum eða öðrum hætti komið að lista- og menningarstarfi í bænum undanfarin ár.
Saga Garðas og Kópavogskonur með uppistand í salnum

Saga Garðars og Konubörn á Kóp City Bitch

Steiney Skúladóttir heldur utan um skemmtidagskrá í forsal Salarins, tónlistarhúsi Kópavogs, næstkomandi laugardag kl. 18:30 á Menningarhátíð í Kópavogi. Steiney hefur fengið til liðs við sig hóp hæfileikafólks en meðal þeirra sem koma fram verða Saga Garðars og Karólína Jóhannsdóttir sigurvegari Söngkeppni framhaldsskólanna. Þá munu stelpurnar úr Konubörn stíga á stokk og flytja atriði. Kóp City Bitch er hluti af Menningarhátíð í Kópavogi en menningarhús Kópavogs við Hamraborgina, Safnaðarheimili Kópavogskirkju og gallerí listamanna víða um bæ munu iða af lífi og menningu laugardaginn 16. maí. Dagskrá verður í menningarhúsum bæjarins á milli kl. 11 og 20.
Leikskólabörn og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri á sextugsafmæli bæjarins 11. maí, 2015.

Sungu til heiðurs Kópavogi

Leikskólabörn úr Kópavogi hittust á Hálsatorgi við Hamraborg í morgun klukkan tíu og sungu Kópavogsbraginn Hér á ég heima og afmælissönginn í tilefni sextugsafmælis Kópavogs .
Helgi Pétursson og Saga Garðarsdóttir eru kynnar á afmælistónleikum Kópavogs í Kórnum 10. maí.

Ókeypis í Kópavogsstrætó í tilefni tónleika

Gestir á leið á tónleika í tilefni stórafmælis Kópavogs sunnudaginn 10. maí eru hvattir til að skilja bíla eftir heima eða á bílastæðinu í Smáralind og taka strætó sem ekur um Kópavog í tilefni dagsins. Ókeypis er í strætóinn sem gengur á tíu mínútna fresti frá Hamraborg í Kórinn með viðkomu í Smáralind.
Dr. Gunni, Erpur og Salka Sól koma öll fram á afmælistónleikum Kópavogs 2015.

Afmælishátíð í Kópavogi

Stórtónleikar í Kórnum, sundlaugafjör, afmæliskaka, handverkssýning, sýning leikskólabarna, málþing og sögusýning er meðal þess sem boðið er upp á í tilefni sextugsafmælis Kópavogs. Tónleikarnir eru viðamesti viðburðurinn sem haldinn er í tengslum við afmæli bæjarins en þeir verða haldnir sunnudaginn 10. maí. Kópavogsbúum og öllum velunnurum bæjarins er boðið á tónleikana, aðgangur er ókeypis.
Frá göngu gegn einelti sem haldin var í skólum í Kópavogi í nóvember 2014.

Þarf jafnara jafnrétti?

Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs efnir til afmælismálþings miðvikudaginn 6. maí klukkan 13 til 16.30. Málþingið er haldið í Salnum í Kópavogi. Karlar og femínismi, forréttindi og hversdagsleiki er meðal þess sem rætt verður á málþinginu þar sem rýnt er í jafnréttismál í samtímanum frá breiðu sjónarhorni. Þá verður ný jafnréttis- og mannréttindastefna bæjarins kynnt en hún var samþykkt í bæjarstjórn í liðinni viku. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, setur málþingið opnar sýningu um frumkvöðla á meðal kvenna í Kópavogi í anddyri Salarins. Sýningin er sett upp að tilstuðlan afmælisnefndar Kópavogsbæjar í tilefni 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna.