Fréttir & tilkynningar

Framboðslistum skal skilað á Bæjarskrifstofur Kópavogs, Digranesvegi 1.

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga

Þann 5. maí næstkomandi kl. 12.00 rennur út frestur til að skila framboðslistum vegna sveitarstjórnarkosninga í Kópavogi 26. maí 2018.
Kópavogsvöllur. Mynd/Breiðablik.

Gervigras á Kópavogsvöll

Lagt verður gervigras á Kópavogsvöll næsta vor en jarðvegsframkvæmdir munu hefjast að loknu keppnistímabili í haust. Þetta var samþykkt einróma í bæjarráði Kópavogs í morgun.
Kópavogur

Kópavogsbær auglýsir eftir deildarstjóra gatnadeildar.

Um er að ræða spennandi starf sem bíður upp á mikla möguleika.
Á myndinni eru frá vinstri: Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs Kópavogs, ármann kr. Óla…

Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi

Eftirlitsmyndavélar verða settar upp í á Fífuhvammsvegi og við Skógarlind á næstu vikum.
Kársnesskóli Skólagerði.

Nýr leik- og grunnskóli á Kársnesi

Samrekinn leik- og grunnskóli verður reistur við Skólagerði í stað gamla skólans.
Ársreikningur Kópavogsbæjar 2017 er lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 24. apríl.

Góð afkoma hjá Kópavogsbæ

Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar nam 2,2 milljörðum króna árið 2017. Það er tæpum tveimur milljörðum meira en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Skuldahlutfall bæjarins var 133% í árslok en gert hafði verið ráð fyrir 140%. Ársreikningurinn endurspeglar sterka fjárhagsstöðu bæjarfélagsins.
Michael Green, framkvæmdastjóri SPI, afhendir bæjarstjóra og bæjarfulltrúum skorkort Kópavogs að vi…

Félagslegar framfarir kortlagðar

Kópavogur, fyrst sveitarfélaga á Íslandi, hefur nú skoða félagslegar framfarir í bæjarfélaginu með aðferðafræði vísitölu félagslegra framfara (VFF).
Frá leiksýningu 16 og 17 ára unglinga í Götuleikhúsinu í Kópavogi.

Sumarnámskeið í Kópavogi

Sumarvefur Kópavogs hefur verið opnaður. Þar er hægt að skrá börn á námskeið í sumar.
Barnamenningarhátíðar í Kópavogi

Grunn- og leikskólabörn njóta Barnamenningarhátíðar í Kópavogi

Dagana 16. – 19. auk 20. apríl er boðið upp á dagskrá fyrir grunn- og leikskólanemendur í Menningarhúsunum í Kópavogi.
Sumardagurinn fyrsti í Kópavogi.

Sumardagurinn fyrsti í Kópavogi

Vegleg dagskrá er í Kópavogi Sumardaginn fyrsta samkvæmt venju.