Fréttir & tilkynningar

Á myndinni eru frá vinstri: Védís Hervör Árnadóttir umbóta- og þróunarstjóri, Lísa Zachrison Valdim…

Stafrænt bókasafnskort tengt greiðslugátt

Lánþegum í Bókasafni Kópavogs stendur nú til boða að nota stafræn bókasafnsskírteini til þess að greiða sektir og ljúka þannig uppgjöri við safnið án þess að mæta á svæðið.
Boðað hefur verið til kvennaverkfalls 24.október.

Kvennaverkfall 24.október

Í ár eru 50 ár liðin frá kvennaverkfalli árið 1975. Af því tilefni boða samtök kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópar til samstöðufunda undir yfirskriftinni kvennaverkfall, föstudaginn 24. október. Á höfuðborgarsvæðinu hefst söguganga klukkan 13.30 og fylgir fundur á Arnarhóli í kjölfarið.
Marín Rós Eyjólfsdóttur og Amanda K. Ólafsdóttir á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna.

Kynntu fjárfestingu í réttindum barna

Kópavogur tók þátt í fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna þar sem fjallað var um fjárfestingu í réttindum barna sem samfélagslega arðbæra og mikilvæga leið til að tryggja betri framtíð allra barna.
Loftur Steinar Loftsson stýrir nýrri skrifstofu þjónustu hjá Kópavogsbæ.

Loftur stýrir skrifstofu þjónustu

Loftur Steinar Loftsson hefur verið ráðinn til að stýra nýrri skrifstofu þjónustu hjá Kópavogsbæ.
Öll velkomin í afmæli Félagsmiðstöðvarinnar Ekkó föstudaginn 17.október.

Ekkó fagnar fjörtíu árum

Félagsmiðstöðin Ekkó fagnar 40 ára afmæli föstudaginn 17.október. Haldið verður upp á daginn með opnu húsi frá 18 - 20.
Nú er hægt að kaupa áskriftarkort í akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.

Áskriftarkort fyrir fastar ferðir í akstursþjónustu

Áskriftarkort eða tímabilskort fyrir fastar ferðir í í akstursþjónustu fyrir fatlað fólk standa nú til boða eftir að reglum var breytt.
Lokað verður fyrir kalt vatn í Salahverfi frá klukkan 22.00 miðvikudaginn 15.október og fram til 04…

Lokað fyrir kalt vatn í Salahverfi

Lokað fyrir kalt vatn í Salahverfi frá klukkan 22:00 þann 15.október til 04.00 að morgni 16.október.

Lokað fyrir kalt vatn á hluta Hraunbrautar

Vegna viðgerðar á vatnslöng þarf að loka fyrir kalt vatn á hluta af Hraunbraut (31-47 og 38-40) mánudaginn 13. október frá 9.30-14.00.
Þrettán mánaða börn voru tekin inn í leikskóla Kópavogs haustið 2025.

Þrettán mánaða börn tekin inn í leikskóla í Kópavogi

Yngstu börn sem fengið hafa leikskólavist í haust í leikskólum Kópavogs eru fædd í júlí 2024 og voru því þrettán mánaða þegar aðlögun hófst í ágúst.
Frá vinstri: Alma Dagbjört Ívarsdóttir Svansvottunarfulltrúi frá Verkvist, Ólafur Arnarsson verktak…

Búsetukjarninn Kleifakór fær Svansvottun

Kópavogsbær hefur hlotið sína fyrstu Svansvottun fyrir nýbyggingu, búsetukjarnann að Kleifarkór, sem er ætlaður fólki með fötlun. Í kjarnanum eru sjö fullbúnar íbúðir með stuðningi, þar sem lögð er áhersla á öruggt, sjálfbært og vistvænt umhverfi fyrir íbúa.