20.08.2020
Árshlutareikningur Kópavogsbæjar
Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar, A og B hluta, var neikvæð um 443 milljónir króna á fyrri hluta ársins 2020. Þetta kemur fram í óendurskoðuðum árshlutareikningi Kópavogs fyrir 1. janúar til 30. júní 2020 sem lagður hefur verið fram í bæjarráði Kópavogs.