Fréttir & tilkynningar

Fulltrúar frá vinabæ Kópavogs í Finnlandi, Tampere, ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra.

Vinabæjarheimsókn í Kópavogi

Átján fulltrúar frá vinabæ Kópavogs í Finnlandi, Tampere, sóttu bæjarfélagið heim fimmtudaginn 4. ágúst síðastliðinn.
Listamennirnir að störfum

Ungir listamenn sýna útskurðarverk

Sýningin Sameining verður opnuð anddyri Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs, miðvikudaginn 11. maí kl.16:00, á afmælisdegi Kópavogsbæjar.
Garðlönd til leigu

Garðlönd á sex stöðum í bænum

Hægt er að sækja um garðlönd til leigu á sex stöðum í Kópavogsbæ. Hver skiki er 25 fermetrar að stærð og er leigugjald 4.700 krónur.
Skapandi sumarstörf í Kópavogi 2016

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa

27 listamenn sýna afrakstur vinnu sinnar fimmtudaginn 21. júlí klukkan 18 á lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Kópavogi.
Frá Símamótinu í fótbolta 2016.

Fjölmennt Símamót í Kópavogi

Alls taka um 2000 þátttakendur þátt í Símamótinu í fótbolta sem fram fer í Kópavogsdal frá 14.-17. júlí.
Ljósmynd úr Myndasafni KSÍ

París í Kópavogi á sunnudag

Leikur Íslands gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á EM verður sýndur í beinni á risaskjá á Rútstúni í Kópavogi sunnudaginn 3. júlí. Knattspyrnufélögin í Kópavogi, Breiðablik og HK, standa fyrir viðburðinum í samvinnu við Kópavogsbæ.
Fjöllistahópurinn Bermúda starfar á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi sumarið 2016

Götuhátíð í Smiðjuhverfi

Listhópurinn Bermúda býður til götuhátíðar 5. júlí í Grárri götu 3 (neðri hæð) á Smiðjuvegi. Dagskráin stendur frá kl. 20-22. Meðal annars koma fram Mixed Feels, Harpa Dís 3 vs. Jóa (Mashup(feat. Guetta)) og Berglaug.
Logo Kópavogs

Launarannsókn sýnir lítinn kynbundinn launamun

Í umfjöllun um nýja kjarakönnun BHM hefur verið fjallað um að kynbundinn launamunur félagsmanna í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík hafi aukist á milli kannana. Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar fór munurinn að meðaltali úr 9,4% í 11,7%. Kópavogsbær vekur í framhaldi athygli á því að niðurstöður nýjustu rannsóknar á launum hjá sveitarfélaginu sýndu að kynbundinn launamunur var 3,25%, körlum í hag.
Logo Kópavogs

Kjörsókn í Kópavogi

Kjörfundur vegna forsetakosninganna 25. júní 2016 hefst klukkan 9 og lýkur klukkan 22. Kjörstaðir í Kópavogi eru tveir, í Smáranum og í Kórnum.
Óperudagar í Kópavogi 2016.

Vel heppnaðir Óperudagar

Hátt á annað þúsund manns og þar af um 800 skólabörn úr Kópavogi nutu Óperudaga í Kópavogi, nýrrar hátíðar á vegum Menningarhúsa Kópavogsbæjar og ungs tónlistarfólks sem haldin var í júníbyrjun.