Fréttir & tilkynningar

Kynningarfundur á Kársnesi

Skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði á Kársnesi og brú yfir Fossvog verða kynntar á kynningarfundi Kópavogsbæjar, þriðjudaginn 29. nóvember.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2017 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar 22. nóvember. Fjárhagsáætlunin var unnin í samvinnu allra flokka í bæjarstjórn Kópavogs
Aðventuhátíð í Kópavogi 2015

Aðventuhátíð í Kópavogi

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin 26. og 27. nóvember frá 13-17 báða dagana. Boðið er upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna á hátíðinni sem fer fram í og við Menningarhúsin í Kópavogi. Tendrað verður á jólatréinu klukkan fjögur á laugardag á útivistarsvæðinu við húsin og þar verður einnig jólamarkaður um helgina þar sem gæðamatvara, heitir drykkir og handverk verður til sölu.
Arnarnesvegur opnaður 15. nóvember 2016. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæ…

Arnarnesvegur opnaður

Umferð var hleypt á nýjan kafla Arnarnesvegar (411) í en reiknað er með að vegurinn létti á umferðarþunga á Fífuhvammsvegi í Kópavogi. Það voru vegamálastjóri Hreinn Haraldsson og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi sem hleyptu umferðinni á með aðstoð Dofra Eysteinssonar frá Suðurverki. sem var verktakinn ásamt Loftorku.
Börnin stóðu saman

Vináttuganga

Dagskráin sem er í tilefni baráttudags gegn einelti verður þess í stað 9. nóvember.
Börn í Smárahverfi í Kópavogi söfnuðust saman í Fífunni í tilefni baráttudags gegn einelti.

Föðmuðust í 2 mínútur

Nemendur í Smárahverfi í Kópavogi spreyttu sig á Íslandsmeti í faðmlagi þegar þau knúsuðust í tilefni Vináttugöngu í bænum. Börnin gengu fylktu liði í Fífuna þar sem þau mynduðu hjarta, tóku víkingaklapp og föðmuðust í tvær mínútur, sem mun vera Íslandsmet.
Logo Kópavogs

Fjárhagsáætlun Kópavogs 2017

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2017 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs í dag, 8.nóvember 2016. Þá var einnig lögð fram langtímaáætlun fyrir tímabilið 2018-2020. Fjárhagsáætlun bæjarins er unnin í samvinnu allra flokkanna í bæjarstjórn.
Kópavogur flokkar plast með pappír.

Plast og pappír í bláu tunnurnar

Bláu ruslatunnurnar í Kópavogi verða frá deginum í dag bæði fyrir plast og pappír, í stað þess að vera eingöngu fyrir pappír. Tunnurnar verða tæmdar oftar en gert hefur verið hingað til, á 16 daga fresti í stað 28 daga fresti áður. Gráu tunnurnar, fyrir almennt sorp, verða sem fyrr tæmdar á 14 daga fresti.
Í kjörstjórn Kópavogs eru: Snorri Tómasson, Una Björg Einarsdóttir og Ingibjörg Ingvadóttir. Aðsetu…

Kjörsókn í Kópavogi

Kjörfundur vegna alþingiskosninganna 29. október hefst kl. 9 og lýkur kl. 22. Kjörstaðir í Kópavogi verða tveir, í Smáranum og í Kórnum.
Okkar Kópavogur: Áningastaður tekinn í notkun.

Áningarstaður í Kórahverfi vígður

Áninga- og útsýnisstaður í Kórahverfi vestan við Fjallakór hefur verið tekinn í notkun. Staðurinn er hugmynd frá íbúa, Maríu Maríusdóttur, sem var valinn af íbúum Kópavogs í kosningu í verkefninu Okkar Kópavogur. Áningarstaðurinn er fyrsta verkefnið úr Okkar Kópavogi sem tekið er formlega í notkun.