Fréttir & tilkynningar

Garðlönd til leigu

Garðlönd á sex stöðum í bænum

Hægt er að sækja um garðlönd til leigu á sex stöðum í Kópavogsbæ. Hver skiki er 25 fermetrar að stærð og er leigugjald 4.700 krónur. Hver leigjandi getur verið með tvo skika en skilyrði fyrir úthlutun er að eiga lögheimili í Kópavogi. Garðlönd eru plægð og afhent um miðjan maí ef veður leyfir.
Bókasafn Kópavogs eftir breytingar 2016.

Metfjöldi heimsækir Bókasafn Kópavogs

Rúmlega 6.000 gestir heimsóttu Bókasafn Kópavogs vikuna eftir að safnið var opnað á ný eftir viðamiklar breytingar á innra rými þess. Með breytingunum var leitast við að mæta betur þörfum safngesta. Til dæmis er nú meira pláss fyrir gesti sem vilja glugga í bókum eða tímaritum og barnadeild safnsins var færð niður á fyrstu hæð en áður var hún á þriðju hæðinni.
Fegrum Kópavog saman logo

Vel heppnuð vorhreinsun á bæjarlandi

Um 350 bæjarbúar á öllum aldri tóku þátt í sameiginlegri vorhreinsun Kópavogsbæjar og íbúa bæjarins sem fram fór 16. apríl, 18. og 19. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til hreinsunarátaks á bæjarlandi og var lögð áhersla á skólalóðirnar og næsta nágrenni. Boðið var upp á pylsur og drykki fyrir þá sem tóku þátt og ríkti almenn ánægja með framtakið.
Frá Ormadögum í Kópavogi 2016

Fjölsóttir Ormadagar

Fjölmargir gerðu sér ferð í menningarhúsin í Kópavogi á sumardaginn fyrsta. Þá var bryddað upp á þeirri nýbreytni að vera með opið hús og bjóða fjölbreytta dagskrá fyrir yngstu kynslóðina. Dagskráin er hluti af barnamenningarhátíð sem fram fer þessa dagana á höfuðborgarsvæðinu og hluti af Ormadögum, barnamenningarhátíð Kópavogs.
Logo Kópavogs

Jákvæð afkoma hjá Kópavogsbæ 2015

Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar nam 161 milljón króna árið 2015. Þá lækkaði skuldahlutfall bæjarins í 162,5% á árinu, sem er ívið meiri lækkun en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Niðurstaðan er góð í ljósi mikilla launahækkana og stóraukins framlags til lífeyrisskuldbindinga í kjölfar kjarasamninga síðasta árs.
Endurbætt húsnæði við Marbakkabraut vígt. Frá vinstri: María Halldórsdóttir, Guðlaug Ósk Gísladótti…

Endurbætt og nýtt húsnæði fyrir fatlað fólk

Marbakkabraut í Kópavogi, heimili fyrir fimm fatlaða einstaklinga, var tekið í notkun nýverið eftir gagngerar endurbætur.
Fjör á Ormadögum í Kópavogi.

Sumardagurinn fyrsti í Kópavogi

Mikið er um að vera í Kópavogi sumardaginn fyrsta. Eins og venja er stendur skátafélagið Kóparnir fyrir dagskrá. Hún hefst með skrúðgöngu frá Digraneskirkju klukkan 13.30 í Fífuna, skátarnir og Skólahljómsveit Kópavogs leiða gönguna.
Frá uppsetningu útskriftarsýningu LHÍ í Gerðarsafni 2016.

Útskriftarnemar LHÍ sýna í Kópavogi

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands verður opnuð í Gerðarsafni laugardaginn 16. apríl. Þá fara tíu útskriftartónleikar nema úr tónlistardeild LH fram í Salnum. Viðburðirnir eru liður í útskriftarhátíð LHÍ sem líkt og undanfarin ár fer fram í menningarhúsum Kópavogs. Ókeypis er inn á alla þessa viðburði og eru allir velkomnir.
Fegrum Kópavog saman logo

Vorhreinsun í Kópavogi

Íbúar í Kópavogi eru hvattir til að leggja Kópavogsbæ lið í vorhreinsun á bæjarlandi sem skipulögð er við lóðir grunnskólanna í bænum laugardaginn 16. apríl, mánudaginn 18. apríl og þriðjudaginn 19. apríl.
Sigurjón Emil, Ísak Dan, Audrius og Runólfur Bjarki í Vinnuskólanum í Kópavogi sumarið 2014.

Vinnuskólinn opnar fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Kópavogs. Allir unglingar sem búsettir eru í Kópavogi og verða fjórtán til sautján ára á árinu fá vinnu í Vinnuskólanum. Boðið er upp á þá nýbreytni að þessu sinni, til hagræðingar fyrir nemendur, að allir geta valið sér vinnutímabil. Umsóknarfrestur er til 5. maí.