Fréttir & tilkynningar

Bernd Ogrodnik brúðugerðarmeistari flytur sýningu sína Pétur og úlfurinn.

Skólabörn sáu Pétur og úlfinn

Dagana 17. -19. október komu hátt í þrjú þúsund börn úr grunnskólum Kópavogs í Salinn. Nemendur 1. – 3. bekkjar grunnskóla Kópavogs var boðið að sjá og hlusta á sýninguna Pétur og úlfurinn eftir Prokofiev í uppfærslu brúðumeistarans Bernd Ogrodnik. Sýningarnar voru liður í dagskrá Menningarhúsanna „Menning fyrir alla“.
Listahátíðin Cycle

Cycle listahátíðin í Kópavogi

Listahátíðin Cycle er vettvangur samtímatónlistar og myndlistar. Hátíðin er haldin í annað skipti í listhúsum Kópavogs 27. október til 30. október, auk þess sem hún teygir anga sína út um alla Hamraborgina. Hátíðin samanstendur af sýningu í Gerðarsafni, fjölmörgum tónleikum og gjörningum.

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í sextánda sinn til árlegu ljóðasamkeppninnar um Ljóðstaf Jóns úr Vör.
Óskað er eftir tilnefningum

Áfram jafnrétti, áfram mannréttindi

Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar óskar eftir tilnefningum vegna viðurkenningar sem veitt er árlega til stofnunar, einstaklings, félags eða fyrirtækis sem hafa unnið að jafnréttis- og mannréttindamálum í Kópavogi.
Styrkþegar menningarstyrkja Kópavogs 2016 ásamt lista- og menningarráði.

Styrkir úr lista- og menningarsjóði

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði vegna verkefna á næsta ári.
Forvarnarvika félagsmiðstöðva í Kópavogi

Forvarnarvika í félagsmiðstöðvum

Netið og samskipti eru þemu forvarnarviku félagsmiðstöðva í Kópavogi 2016
Skólaþingið

Mál og læsi á Skólaþingi

800 kennarar í skólum og leikskólum Kópavogs komu saman á Skólaþingi Kópavogs . Umfjöllunarefni þingsins var mál og lestur og fór það fram í grunnskólum Kópavogs. Fjallað var um viðfangsefnið frá nokkrum sjónarhornum. Haldnir voru fyrirlestrar um lesskilning, próf, mikilvægi orðaforða, samvinnu skólastiga og færni í máli, lestri og ritun.
Kópavogsbær semur við Efstahól ehf. um ferðaþjónustu fatlaðra 2016-2018.

Samið um ferðaþjónustu fatlaðra

Kópavogsbær og akstursfyrirtækið Efstihóll ehf. skrifuðu í dag undir samning um ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi.
Alþjóðlegi hjartadagurinn 2016.

Hjartadagshlaup í Kópavogi

Hjartadagshlaup og ganga verður haldin í Kópavogi 25. september. Að viðburðunum standa Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill en hlaupið er haldið í samvinnu við Kópavogsbæ sem býður þátttakendum í sund að loknu hlaupi. Hlaupið er haldið í tilefni af alþjóðlega hjartadeginum.
Logo Kópavogsbæjar

Félagslegar leiguíbúðir seldar til íbúa

Kópavogsbær seldi nýverið íbúð til íbúa sem var leigjandi í félagslega íbúðarkerfi bæjarins. Salan er sú fyrsta sem unnin er í samræmi við tillögur starfshóps í húsnæðismálum sem kynntar voru á síðasta ári. Starfshópurinn lagði til að leigjendur í félagslega íbúðakerfinu gætu keypt húsnæðið sem þeim hefði verið úthlutað ef tekjur leigjanda færu yfir viðmiðunarmörk.