Fréttir & tilkynningar

Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Dekkjakurl á sparkvöllum fjarlægt

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi sínum síðdegis að lokið verði við að skipta út gúmmíkurli úr dekkjum á sparkvöllum við grunnskóla bæjarins á árinu.
Sigrún Eva við störf í Yndisgarðinum í Fossvogsdal í Kópavogi sumarið 2014.

Fjölbreytt sumarstörf hjá Kópavogsbæ

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir átján ára og eldri hjá Kópavogsbæ. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi eigi lögheimili í Kópavogi og sé fæddur 1998 eða fyrr. Tekið verður við umsóknum til 4. apríl og er stefnt að því að öllum umsækjendum verði svarað í byrjun maí.
Leikskólastjórar í Kópavogi, starfsmenn menntasviðs og Barnaheilla með nýtt námsefni í Vináttuverke…

Vináttuverkefni tekið í notkun

Vináttuverkefni Barnaheilla var formlega tekið í notkun með athöfn á leikskólanum Kópahvoli á dögunum. Verkefninu hefur verið tekið opnum örmum í Kópavogsbæ en öllum leikskólum bæjarins boðin þátttaka í því þegar þróunarvinnu var lokið.
Kort sem sýnir uppbyggingarsvæði í Kópavogi.

1300 íbúðir rísa á næstu árum

Í Kópavogi eru yfir 500 íbúðir í byggingu og verða yfir 120 þeirra tilbúnar næsta hálfa árið. Flestar þessarar íbúða eru í fjölbýlishúsum sem eru staðsett allt frá Kársnesi upp í efri byggðir Kópavogs. Gert er ráð fyrir að á næstu fjórum árum rísi um það bil 1300 íbúðir í Kópavogi, af öllum stærðum og gerðum.
Gerðarsafn og Salurinn eru á meðal menningarhúsa Kópavogsbæjar.

Vetrarfríið í menningarhúsum Kópavogs

Dagana 25.-26. febrúar verður vetrarfrí í skólum í Kópavogi. Í tilefni þess verður mikið um að vera í menningarhúsunum við Hamraborgina. Meðal þess sem boðið er upp á er ljósmyndanámskeið í Gerðarsafni, kvikmyndasýningar í Bókasafni Kópavogs, tónleikrit í Salnum og fuglasýning í Náttúrfræðistofu Kópavogs.
Logo Kópavogs

Húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogs

Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þriðjudaginn 23. febrúar lagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs fram tillögu fyrir hönd meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að farið verði í breytingar á húsnæði bæjarskrifstofa Kópavogs sem rúmast innan gerðar fjárhagsáætlunar. Tillagan var samþykkt með 9 atkvæðum af 11 í bæjarstjórn Kópavogs.
Kópavogsdalur að sumarlagi.

Kópavogsbúar ánægðir með bæinn

87% Kópavogsbúa eru ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á að því er fram kemur í könnun Gallup á þjónustu 19 stærstu sveitarfélaga landsins.
Ormadagar hafa verið haldnir hátíðlegir í nokkur ár, hér er mynd frá árinu 2014.

Ormadagar verða í apríl

Ormadagar, barnamenningarhátíð fyrir leikskólabörn í Kópavogi, eru á næsta leiti en þeir fara fram í menningarhúsum Kópavogsbæjar dagana 18. til 24. apríl. Tónlistarskóli Kópavogs tekur einnig þátt í hátíðinni.
Krakkar fylgjast áhugasöm með Einari einstaka á safnanótt í Bókasafni Kópavogs.

Fjölmenn og vel heppnuð Vetrarhátíð

Vetrarhátíð í Kópavogi sem haldin var liðna helgi tókst vel til. Nær tvöþúsund manns sóttu Safnanótt í Kópavogi og um þúsund gestir mættu í sundlaugar Kópavogs á Sundlauganótt.
Skrautlýsing á Fífuhvammsvegi hlaut lýsingarverðlaun Ljóstæknifélags Íslands.

Skrautlýsing í Kópavogi verðlaunuð

Skrautlýsing á Fífuhvammsvegi milli Smáratorgs og Smáralindar hlaut Íslensku lýsingarverðlaunin árið 2015.