Fréttir & tilkynningar

Styrkþegar menningarstyrkja Kópavogs 2016 ásamt lista- og menningarráði.

Menningarstyrkir Kópavogs afhentir

Menningarstyrkir í Kópavogi voru afhentir við hátíðlega athöfn í Salnum 6. apríl. Alls fimmtán aðilar, einstaklingar, hópar, hátíðir og samtök fá styrk úr lista- og menningarsjóði í ár.
Landnemar í Kópavogi, rit Sögurfélags og Héraðsskjalasafns Kópavogs.

Landnemar í Kópavogi

Bræðurnir Finnjón og Sveinn Mósessynir og frumbýlingsár þeirra í Kópavogi er umfjöllunarefni ritsins Landnemar í Kópavogi eftir Leif Reynisson sagnfræðing. Ritið er fjórða í ritröð Sögufélags Kópavogs og Héraðsskjalasafns Kópavogs.
Theodór Júlíusson heiðurslistamaður 2014, Jón Adolf Steinólfsson bæjarlistamaður 2015, Ragnar Th. S…

Auglýst eftir bæjar- og heiðurslistamanni

Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum eða ábendingum um bæjarlistamann Kópavogs og heiðurslistamann Kópavogs.
Frá undankeppni Nótunnar 2016 sem haldin var í Salnum: Hekla Hlíðkvist Hauksdóttir og Viktoría Rós …

Skólahljómsveit Kópavogs á Nótunni

Hekla Hlíðkvist Hauksdóttir og Viktoría Rós Bjarnþórsdóttir úr Skólahljómsveit Kópavogs voru valdar til þátttöku í lokahátíð Nótunnar sem fer fram þann 10. apríl næstkomandi í Hörpu. Þær voru hlutskarpastar í sínum flokki í undankeppni tónlistarskóla á suðvesturhorni landsins, sem var haldin 13. mars í Salnum í Kópavogi.
Frá Ormadögum í Kópavogi 2015, barnamenningarhátíð Kópavogs.

Barnamenning sumardaginn fyrsta

Menningarhúsin í Kópavogi; Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Tónlistarsafn Íslands og Gerðarsafn verða opin á sumardaginn fyrsta og bjóða fjölbreytta menningardagskrá fyrir börn á öllum aldri kl. 11:00 – 17:00.
Á myndinni eru frá vinstri: Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, Ármann Kr. Ól…

Þróa nýtt kerfi fyrir heimaþjónustu

Kópavogsbær skrifaði undir samning í dag við hugbúnaðarfyrirtækið Curron sem vinnur að þróun nýs kerfis fyrir heimaþjónustu sveitarfélaga.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Nýtt húsnæði fyrir bæjarskrifstofur Kópavogs

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma að kaupa Digranesveg eitt fyrir stjórnsýslu Kópavogs á fundi sínum 22. mars. Kaupverð eru 585 milljónir króna. Bæjarstjórn samþykkti við sama tækifæri að innrétta Hressingarhælið við Kópavogstún fyrir fundi bæjarstjórnar og móttökur.
Safnanótt 2016

Metþátttaka á Vetrarhátíð 2016

Alls sóttu tæplega 45.000 gestir viðburði á síðustu Vetrarhátíð sem fór fram dagana 4. – 7. febrúar og eru það þriðjungi fleiri gestir en á síðasta ári og ein besta þátttaka á hátíðinni frá upphafi en þetta er í 14. skipti sem hún var haldin. Hátíðin fór fram í öllum sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stóð í fjóra daga. Í menningarhúsunum í Kópavogi og sundlaugum Kópavogs var boðið upp á fjölbreytta dagskrá á Safna- og sundlauganótt.
Frá undirritun samstarfssamnings sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um markaðssetningu undir einu v…

Markaðsetja höfuðborgarsvæðið sem heild

Vörumerkið Reykjavík Loves verður notað til að markaðssetja höfuðborgarsvæðið í heild til erlendra ferðamanna samkvæmt samstarfssamningi sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og bæjarstjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þau Ármann Kr. Ólafsson í Kópavogi, Haraldur L. Haraldsson í Hafnarfirði, Gunnar Einarsson í Garðabæ, Haraldur Sverrisson í Mosfellsbæ og Ásgerður Halldórsdóttir á Seltjarnarnesi skrifuðu undir í dag.
Gerðarsafn og Salurinn eru á meðal menningarhúsa Kópavogsbæjar.

Vettvangur fyrir ungt listafólk

Fjölmargir nýir áfangar litu dagsins ljós í menningarstarfi á vegum Kópavogsbæjar 2015. Má nefna nýja tónlistarhátíð CYCLE, Music and Art festival, sem var tilnefnt til tveggja menningarverðlauna á árinu.