Fréttir & tilkynningar

Kópavogur fær Bláfánann 2016.

Kópavogur fær Bláfánann

Kópavogsbær fékk afhentan Bláfánann fyrir Fossvogshöfn í fjórða sinn í gær, fimmtudaginn 23. júní. Salóme Hallfreðsdóttir frá Landvernd afhenti Hjördísi Johnson formanni umhverfis- og skipulagsnefndar sem veitti fánanum viðtöku fyrir hönd bæjarins ásamt.
Börnin rýna í náttúruna

Þrír gæsluvellir opnir í Kópavogi í sumar

Þrír gæsluvellir verða opnir í sumar á tímabilinu 8. júlí til 5. ágúst. Gæsluvellirnir eru Holtsvöllur við Borgarholtsbraut, betur þekktur sem Stelluróló, Lækjavöllur við Lækjarsmára og Hvammsvöllur við Hvammsveg. Gæsluvellirnir verða opnir frá klukkan 10 til 12 og svo frá 13.30 til 16.30. 100 krónu gjald er greitt fyrir barn við komu þess.
Styrkþegar Forvarnarsjóðs 2016 ásamt fulltrúum Kópavogsbæjar að lokinni afhendingu styrkja 2016.

Úthlutað úr Forvarnarsjóði Kópavogs

Styrkir Forvarnarsjóðs Kópavogs voru afhentir í þriðja sinn þriðjudaginn 21. Júní. Hæsta styrkinn, 500.000 krónur, hlaut verkefnið Tónlist – aukin lífsgæði.
Logo Kópavogs

Tveir kjörstaðir í Kópavogi

Kjörfundur vegna forsetakosninganna 25. júní hefst klukkan 9 og lýkur klukkan 22.00.
Spot On Kársnes bar sigur úr býtum í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni um Kársnes í Kópavogi.

"Spot on Kársnes"

Spot on Kársnes er yfirskrift verðlaunatillögunnar í alþjóðlegri hugmyndasamkeppninni um Kársnes í Kópavogi, sem hleypt var af stokkunum í október síðastliðnum en úrslit voru kynnt í Helsinki í dag, 16. júní. Að verðlaunatillögunni standa Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt, Anders Egebjerg Terp landslagsarkitekt og Gunnlaugur Johnson, arkitekt.
Kópavogsbúar fylltu Rútstún

17. júní hátíðarhöld

Fjölbreytt og metnaðarfull þjóðhátíðardagskrá í Kópavogi
Læsisátak á leikskólanum Núpi

Leikskólabörn lásu 244 bækur

Alls voru lesnar 244 bækur í lestrarátaki á leikskólanum Núpi sem haldið var á vordögum.
Elstu börnin á leikskólanum Rjúpnahæð með Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, eftir fund í…

Leikskólabörn funduðu í bæjarstjórnarsal

Elstu börnin á leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi mættu í bæjarstjórnarsal Kópavogs í vikunni og funduðu með bæjarstjóra Kópavogs , Ármanni Kr. Ólafssyni, sem sat fyrir svörum eftir að hafa sagt þeim stuttlega frá störfum bæjarstjóra og bæjarstjórnar.
Fyrsta skref er að fá hugmynd. Annað skrefið er að gefa hugmyndinni atkvæði og þriðja skrefið er að…

Okkar Kópavogur fær 400 hugmyndir

Tæplega 400 hugmyndir bárust í hugmyndasöfnun í verkefninu Okkar Kópavogur en hugmyndasöfnun lauk 31. maí. Hugmyndum var safnað á vef verkefnisins en einnig voru haldnir fimm íbúafundir þar sem þátttakendur lögðu til hugmyndir, ræddu og kynntu og sameinuðust á hverjum fundi að lokum um tíu. Þátttaka í verkefninu hefur verið vonum framar og margar spennandi hugmyndir komnar í pottinn.
Óperuganga fyrir börn á fjölskyldustund.

Fjölskyldustund með óperuívafi

Laugardaginn 4. júní kl. 13.30 verður síðasta fjölskyldustund þessa vetrar í menningarhúsum Kópavogs á dagskrá. Að þessu sinni verður fjölskyldum boðið í gönguferð sem hefst fyrir utan Gerðarsafn.