- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Drög að endurskoðaðri lýðheilsustefnu hafa nú verið sett í samráðsgátt og gefst Kópavogsbúum frá 14 ára aldri (fædd 2008 eða fyrr), sem hafa rafræn skilríki, tækifæri til að segja skoðun sína á drögunum og koma á framfæri nýjum hugmyndum. Drögin verða í samráðsgátt til og með 31. janúar 2022.
Heilsa okkar er ein af grunnforsendum farsældar og því er það kappsmál Kópavogsbæjar að leggja áherslu á að skapa aðstæður til að íbúar geti lifað heilsusamlegu lífi.
Það er margt sem byggir undir góða lýðheilsu en ekki síst umhverfið okkar, aðgangur að hollri næringu og tækifæri til hreyfingar, forvarnir og víðtæk heilsuefling og geðrækt þar sem við hlúum að andlegri líðan okkar sjálfra og annarra meðal annars með góðum og uppbyggilegum samskiptum. Þetta eru þeir þættir sem Kópavogsbær vill leggja áherslu á í endurskoðaðri lýðheilsustefnu bæjarins.
Bæjarstjórn Kópavog samþykkti núgildandi lýðheilsustefnu árið 2017 og með henni fylgdi aðgerðalisti sem starfsfólk bæjarins hefur unnið eftir.
Einhverjar aðgerðir þarf að endurskoða en flestar þeirra hafa komist til framkvæmda. Nú er því komið að endurskoðun stefnunnar og hvetur Kópavogsbær íbúa til að taka þátt og hafa áhrif á það hvernig við styðjum við og byggjum upp okkar heilsu.