20.11.2025
Tendrað á jólastjörnunni
Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatogi í Kópavogi í morgun. Börn úr Barnaskóla Kársness voru viðstödd og sungu nokkur jólalög og dönsuðu í kringum stjörnuna. Þóra Marteinsdóttir stýrði söngnum og Ástvaldur Traustason lék á harmonikku.