Aukið hefur verið verulega í skammdegis- og jólalýsingu í Kópavogi í ár. Bætt var við lýsingu í efri byggðum en þar hefur ekki verið mikil lýst upp til þessa. Ljósastaurar við Vatnsendaveg eru nú skreyttir auk þess sem göngubrú er ljósum prýdd svo dæmi séu tekin.
Notaleg og góð stemning var á opnu húsi í Barnaskóla Kársness sem haldið var á laugardag. Nemendur og fjölskyldur þeirra fjölmenntu auk þess sem nágrannar litu við, gamlir nemendur og skólafólk víða að.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu. Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2027-2029.
Opið hús og kynningarfundur um tillögu að nýju deiliskipulagi Kársnesstígs á sunnanverðu Kársnesi verður haldinn í safnaðarheimili Kópavogskirkju miðvikudaginn 26.nóvember kl. 17.30 til 19.00.