23.01.2026
Úthlutun úr Forvarnarsjóði Kópavogs
Forvarnarsjóður Kópavogs hefur lokið úthlutun styrkja fyrir árið 2025. Fjögur verkefni hlutu styrk sem öll byggja á markmiðum sjóðsins um að efla forvarnir, heilsueflingu, og vellíðan barna og ungmenna í Kópavogi svo eitthvað sé nefnt.