11.06.2025
Bekkur við Salalaug sem settur er upp til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur hefur verið tekinn í notkun. Foreldrar Bryndísar, Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, afhjúpuðu bekkinn ásamt Vigdísi, systur Bryndísar Klöru. Bryndís Klara lést af sárum sínum í ágúst síðastliðnum eftir að hafa orðið fyrir árás á Menningarnótt.