25.06.2025
Fjölbreytt dagskrá er á boðstólum í Kópavogi í sumar í menningarhúsum bæjarins og víðar um bæinn. Tónleikar, göngur, leiðsagnir, viðburðir Skapandi sumarstarfa og ýmis konar smiðjur fyrir börn er meðal þess sem boðið er upp á þetta sumarið.