Fréttir & tilkynningar

Hlíðargarður í Kópavogi er milli Lindarhvamms og Hliðarhvamms.

Gengið um Hlíðargarð

Þriðjudaginn 24.júní verður gengið um Hlíðargarð undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar og Guðríðar Helgadóttur formanns Garðyrkjufélags Íslands.
Ingibjörg Gréta Gísladóttir og Soffía Karlsdóttir.

Kynntu Vatnsdropaverkefnið á alþjóðlegri ráðstefnu

Hið umfangsmikla barnamenningarverkefni Vatnsdropinn var meðal menningarverkefna sem kynnt voru á alþjóðlegu ráðstefnunni Communicating the Arts sem haldin var í tuttugasta og fimmta skipti dagana 17.-20. júní í Rijksmuseum í Amsterdam.
Árlega er lögð fyrir könnun Rannsóknar og greiningar meðal grunnskólanemenda í 8., 9. og 10. bekk.

Sterk staða í forvörnum, námi og líðan unglinga

Niðurstöður nýrrar rannsóknar Rannsókna og greiningar meðal nemenda í 8.–10. bekk í grunnskólum Kópavogs sýna sterka stöðu í forvörnum, námi og líðan.
Gestir á Rútstúni.

17. júní fagnað í Kópavogi

Kópavogsbúar létu rigningu ekki á sig fá og fjölmenntu á glæsileg hátíðarhöld í tilefni 17.júní.
Sundlaugapartý verður í Kópavogslaug 16.júní.

Sundlaugapartý í Kópavogslaug

Félkó og Molinn bjóða unglingum og ungmennum í sundlaugarpartý mánudaginn 16. Júní kl. 20-21 í Kópavogslaug.
Á myndinni eru fyrirliði Breiðabliks, Agla María Albertsdóttir og fyrirliði HK, Ísabella Eva Aradót…

Kópavogsbúum boðið á sögulegan leik í kvennaboltanum

Breiðablik og HK mætast í 8- liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna á morgun, fimmtudaginn 12.júní. Leikurinn er sögulegur þar sem Kópavogsliðin, Breiðablik og HK, mætast í fyrsta skipti í meistaraflokki kvenna.
Á myndinni eru frá vinstri: Steinar Guðmundsson, Friðrik Baldursson, Ásdís Kristjánsdóttir, Iðunn E…

Bryndísarbekkir settir upp í Kópavogi

Bekkur við Salalaug sem settur er upp til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur hefur verið tekinn í notkun. Foreldrar Bryndísar, Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, afhjúpuðu bekkinn ásamt Vigdísi, systur Bryndísar Klöru. Bryndís Klara lést af sárum sínum í ágúst síðastliðnum eftir að hafa orðið fyrir árás á Menningarnótt.
Kópavogur.

Öryggi gangandi vegfaranda aukið við Hlíðarhjalla

Milli Hlíðarhjalla 2 og Álfaheiðar eru í gangi framkvæmdir sem hafa það að markmiði að bæta umferðaröryggi gangandi vegfarenda en fjölmörg börn eiga þarna leið um, í og úr skóla.
Salalaug.

Þjónustuskerðing í Salalaug

Nú verður farið í meiriháttar viðhald í klefum og á útlaug á næstu tveimur til þremur vikum. Framkvæmdir hefjast annan í Hvítasunnu, 9. júní, og munu standa til mánudagsins 23. júní, að minnsta kosti.
Skrúðganga er fastur liður hátíðarhalda á 17.júní í Kópavogi.

17.júní í Kópavogi

Haldið verður upp á 17. júní með glæsibrag í Kópavogi og er boðið upp á dagskrá á nokkrum stöðum í bænum. Skemmtidagskrá er bæði á Rútstúni og við Versali frá tvö til fjögur en leiktæki og hoppukastalar opna klukkan tólf. Einnig er dagskrá við Menningarhús bæjarins.