Fréttir & tilkynningar

Þátttakendur á Kaffihúsafundi barnaþingmanna og bæjarstjórnar Kópavogs.

Kaffihúsafundur barna og bæjarstjórnar Kópavogs

Fyrsti kaffihúsafundur barna með bæjarstjórn Kópavogs fór fram föstudaginn 12. september. Fundurinn er liður í því að efla lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna og tryggja að sjónarmið þeirra fái raunverulegt vægi í stefnumótun sveitarfélagsins.
Fannborg 2.

Frístundaþjónusta fatlaðra ungmenna flytur í tímabundið húsnæði

Húsnæði Höfuð-Borgarinnar, frístundaþjónustu fyrir fötluð ungmenni á framhaldsskólaaldri, að Fannborg 2, hefur verið lokað vegna myglu. Því fellur starfsemi frístundaþjónustunnar niður föstudaginn 12.september.
Umsóknarfrestur fyrir styrk til fólks með fötlun rennur út 17.október.

Styrkir til náms-, verkfæra-og tækjakaupa

Kópavogsbær vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 25. grein laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Vetrardagskráin er kynnt undir heitinu Komdu í Kópavog.

Vetrardagskrá menningarhúsa kynnt

Vetrardagskrá menningarhúsanna í Kópavogi verður kynnt laugardaginn 13.september frá 13-16.
Starfsfólk velferðarsviðs Kópavogsbæjar á gulum degi 2024.

Geðrækt í gulum september

Kópavogsbær tekur þátt í gulum september og hvetur starfsfólk til þess að klæðast gulu þann 10. september.
Frá opnunarhátíð Hamraborg-Festival.

Vel heppnað Hamraborg-Festival

Metaaðsókn var á Hamraborg-Festival en hátíðin var haldin í fimmta skipti dagana 29.ágúst- 5.september.
Fulltrúar Kópavogsbæjar við afhendingu styrkjanna.

Þróunarverkefni í skóla og frístundastarfi hljóta styrk

Þrjú spennandi þróunarverkefni í skóla- og frístundastarfi Kópavogs hafa hlotið styrk frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu í tengslum við aðgerðaráætlun til ársins 2030.

Fræðsluganga í trjásafninu

Mánudaginn 15. september býður Kópavogsbær og Sögufélag Kópavogs bæjarbúum og öðrum gestum upp á fræðslugöngu um trjásafn Kópavogsbæjar í Meltungu, austast í Fossvogsdal. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og fulltrúi frá Sögufélaginu sjá um leiðsögn.
Íbúar Bjarnhólastígs komu saman í tilefni þess að gatan er Gata ársins í Kópavogi 2025.

Bjarnhólastígur er gata ársins

Bjarnhólastígur er gata ársins 2025 í Kópavogi og er þar með 31. gatan í Kópavogi sem hlýtur nafnbótina.
Þau Trausti Ríkarðsson sem átti 90 ára afmæli í dag og Hrefna Lárusdóttir íbúar á Hrafnistu í Boðaþ…

64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi

Félags- og húsnæðismálaráðherra, heilbrigðisráðherra, bæjarstjóri Kópavogs og forráðamenn Hrafnistu opnuðu í dag nýtt 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Fyrir eru 44 rými í Boðaþingi og eru hjúkrunarrýmin þannig orðin 108 talsins.