Vegglistahópur á vegum Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi hefur unnið hörðum höndum í sumar við að skreyta veggi bæjarins, líkt og fyrri ár, en starfi þeirra lauk í lok júlí.
Viðhaldsframkvæmd við brú yfir Hafnarfjarðarveg, gjána, hefjast í kvöld, þriðjudaginn 5.ágúst. Unnið verður að verkinu frá 20.00 á kvöldin til 06.00 á morgnana og annarri akrein Hafnarfjarðarvegar lokað á meðan. Umferð verður beint um hjáleið upp á Kópavogshálsinn.
Starfi jafningjafræðslunnar lauk 25. júlí en þau heimsóttu hópa í Vinnuskólanum í Kópavogi og veittu fræðslu á jafningjagrundvelli frá 2. júní. Í ár 2025 voru 11 ungmenni á aldrinum 16-20 ára starfandi sem jafningjafræðarar.
Lokahátíð Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi fór fram í tuttugasta skipti fimmtudag 24. júlí. Dagskránni lauk með frumsýningu á afmælismyndbandi um starfsemi Skapandi Sumarstarfa síðustu 20 ár sem endaði á slagorðinu “Lengi lifi listin!” sem áhorfendur hrópuðu í takt og þar með lauk vel lukkuðum afmælisfögnuði.
Listafólk á vegum Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi mun sýna afrakstur sumarsins á lokahófi í Salnum næstkomandi fimmtudag 24. júlí. Dagskráin stendur frá kl. 17-20.
Í vor útskrifuðust þrettán leikskólakennarar frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri sem starfa í Kópavogi. Allir leikskólakennararnir hafa stundað nám í leikskólakennarafræðum samhliða vinnu hjá Kópavogsbæ og hafa flestir þeirra fengið námsstyrki. Hjá Kópavogsbæ er hæsta hlutfall fagmenntaðra í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu, eða 36%.
Kópavogsbær hefur sett í kynningu skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar íbúðarbyggðar í Vatnsendahlíð og Vatnsvík, auk nýrrar þjónustumiðstöðvar við Kjóavelli.