12.09.2025
Kaffihúsafundur barna og bæjarstjórnar Kópavogs
Fyrsti kaffihúsafundur barna með bæjarstjórn Kópavogs fór fram föstudaginn 12. september. Fundurinn er liður í því að efla lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna og tryggja að sjónarmið þeirra fái raunverulegt vægi í stefnumótun sveitarfélagsins.