Fréttir & tilkynningar

Vegglistahópurinn: Alexandra Rán Viðarsdóttir, Arey Ingibjörg Sveinsdóttir, Blær Þorfinns og Þorlei…

Vegglistaverk sumarsins 2025

Vegglistahópur á vegum Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi hefur unnið hörðum höndum í sumar við að skreyta veggi bæjarins, líkt og fyrri ár, en starfi þeirra lauk í lok júlí.
Viðhaldsframkvæmdir á brúnni yfir gjána hefjast að kvöldi 5.ágúst.

Lokanir og rask vegna viðhalds brúnni yfir gjána

Viðhaldsframkvæmd við brú yfir Hafnarfjarðarveg, gjána, hefjast í kvöld, þriðjudaginn 5.ágúst. Unnið verður að verkinu frá 20.00 á kvöldin til 06.00 á morgnana og annarri akrein Hafnarfjarðarvegar lokað á meðan. Umferð verður beint um hjáleið upp á Kópavogshálsinn.
Nöfnin á jafningjafræðurunum 2025 eru Særún, Beta, Telma, Ísak Rökkvi, Lilja Karen, Dagur, Bjarki, …

Jafningjafræðsla í annað skipti

Starfi jafningjafræðslunnar lauk 25. júlí en þau heimsóttu hópa í Vinnuskólanum í Kópavogi og veittu fræðslu á jafningjagrundvelli frá 2. júní. Í ár 2025 voru 11 ungmenni á aldrinum 16-20 ára starfandi sem jafningjafræðarar.
Margt var um manninn á tuttugustu lokahátíð Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi.

Tuttugasta lokahátíð Skapandi Sumarstarfa

Lokahátíð Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi fór fram í tuttugasta skipti fimmtudag 24. júlí. Dagskránni lauk með frumsýningu á afmælismyndbandi um starfsemi Skapandi Sumarstarfa síðustu 20 ár sem endaði á slagorðinu “Lengi lifi listin!” sem áhorfendur hrópuðu í takt og þar með lauk vel lukkuðum afmælisfögnuði.
Skapandi Sumarstörf í Kópavogi fagna 20 ára starfsafmæli í ár

Lokahátíð Skapandi Sumarstarfa verður 24. júlí

Listafólk á vegum Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi mun sýna afrakstur sumarsins á lokahófi í Salnum næstkomandi fimmtudag 24. júlí. Dagskráin stendur frá kl. 17-20.
Frá verðlaunagarði í Haukalind.

Ertu með auga fyrir umhverfinu?

Auglýst er eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga 2025 og geta íbúar og önnur áhugasöm sent in tilnefningu á vef bæjarins.
Leikskóladeild fagnaði með nýútskrifuðu leikskólakennurunum og þeirra leikskólastjórnendum á dögunu…

Þrettán luku leikskólakennaranámi með vinnu

Í vor útskrifuðust þrettán leikskólakennarar frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri sem starfa í Kópavogi. Allir leikskólakennararnir hafa stundað nám í leikskólakennarafræðum samhliða vinnu hjá Kópavogsbæ og hafa flestir þeirra fengið námsstyrki. Hjá Kópavogsbæ er hæsta hlutfall fagmenntaðra í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu, eða 36%.
Útsýni frá Vatnsendahlíð að Kórnum í Kópavogi.

Íbúðarbyggð í Vatnsendahlíð og Vatnsvík í undirbúningi

Kópavogsbær hefur sett í kynningu skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar íbúðarbyggðar í Vatnsendahlíð og Vatnsvík, auk nýrrar þjónustumiðstöðvar við Kjóavelli.
Urðarhvar 12 er lausa lóðin hægra megin.

Tilboð óskast í byggingarrétt á Urðarhvarfi 12

Kópavogsbær leitar eftir tilboðum í byggingarrétt á Urðarhvarfi 12 er heimilt er að reisa á lóðinni byggingu sem eru sex hæðir og kjallari.
Grænatún er nýjasti réttindaskólinn í Kópavogi.

Grænatún verður réttindaskóli UNICEF

Leikskólinn Grænatún er nýjasti réttindaskólinn í Kópavogi en hann hlaut nýverið viðurkenningu frá UNICEF.