Kosið var í nefndir og ráð í bæjarstjórn Kópavogs á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 14,janúar. Ný bæjarmálasamþykkt tók gildi í árslok 2024 en henni fylgja breytingar á nefndarkerfi bæjarins.
Heilbrigðiseftirlitið hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að móttaka tilkynningar um dauða fugla á svæði heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, en Dýraþjónusta Reykjavíkur er með meindýraeyða á sínum snærum til að takast á við þessi verkefni.
Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.
Menntasvið Kópavogs fékk nýverkið heimsókn frá fulltrúum Mennta- og barnamálaráðuneytisins sem kynntu sér verkefnið Velkomin- Mennt er máttur þegar þú ert sáttur sem fékk styrk frá ráðuneytinu síðastliðið ár.
Vegna veðuraðstæðna og mikillar frostatíðar eru bæjarbúar beðnir um að passa upp á að sorptunnur séu aðgengilegar. Nokkuð hefur verið um að hurðar á sorpgeymslum séu frosnar fastar eða ekki mokað frá sorpskýlum og -geymslum sem getur tafið sorphirðuna.