Fréttir & tilkynningar

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness.

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness. Skólinn er samrekinn leik- og grunnskóli fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskólans. Skólinn er sá nýjasti í Kópavogi og ellefti grunnskóli bæjarins.
Nemendur í Kópavogi á góðri stundu. Mynd/Sigríður Marrow.

Framtíð nemenda í fyrsta sæti

Kópavogsbær hyggst svara ákalli foreldra, kennara og nemenda um að efla enn frekar gæði náms og kennslu.Í kjölfar víðtæks samráðsferlis haustið 2024, þar sem rætt var við yfir 300 skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra í öllum tíu grunnskólum bæjarins, liggja nú fyrir 16 umbótaaðgerðir sem svara skýrt ákalli skólasamfélagsins, nemenda og foreldra.
Vigdís Jakobsdóttir. Mynd/Íris Stefánsdóttir.

Vigdís Jakobsdóttir nýr verkefnastjóri menningar

Vigdís Jakobsdóttir hefur verið ráðin verkefna – og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi.
Úr tillögu að breyttu deiliskipulagi.

Keppnisvöllur við Kórinn – opið hús

Opið hús um breytingu á deiliskipulagi Hörðuvalla fyrir keppnisvöll HK norðan við Kórinn verður þriðjudaginn 26. ágúst nk. milli kl. 16:30 og 18:00 í veislusal HK í Kórnum að Vallakór 12-14.
Frá og með 17.ágúst eykst þjónusta strætó.

Þjónustuaukning strætó

Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Líf og fjör í Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Metaðsókn í menningarhúsin í Kópavogi

Aðsókn í menningarhúsin í Kópavogi jókst verulega í sumar samanborið við síðasta sumar. Aukninguna má meðal annars rekja til vel heppnaðra breytinga á menningarmiðju Kópavogs vorið 2024, sem hefur slegið í gegn.
Kennarar elsta stigs, íþróttakennarar og list- og verkgreinakennarar í Álfhólsskóla - Hjalla á menn…

Hefja skólaárið með fjölbreyttri endurmenntun

Dagana 11.–13. ágúst tóku kennarar í grunnskólum Kópavogs þátt í Í startholunum 2025 – árlegum starfsþróunardögum sem marka upphaf skólaársins. Dagskráin fór fram í Vatnsendaskóla þar sem boðið var upp á fjölbreytt námskeið sem höfðu það að markmiði að efla faglega færni, deila góðum aðferðum og styðja kennara í starfi fyrir komandi starfsár.
Skúlptúrinn má snerta og sitja á

Skúlptúr sem má sitja á

Tveir glænýir skúlptúrar prýða nú Hálsatorgið í Hamraborg. Hægt er að virða þá fyrir sér úr fjarlægð en þá má líka snerta og sitja á. Skúlptúrarnir eru bekkir gerðir úr byggingarúrgangi ýmis staðar frá í Kópavogi.

Sumarfrístund hefst 11. ágúst

Sumarfrístundin hefst mánudag 11. ágúst í ár 2025 en hún er fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Sumardvöl frístundar er skipulögð í anda þeirrar stefnu að skapa bætta samfellu á milli skólastiga.
Regnboginn 2025 teygir sig lengra upp á Kópavogshálsinn.

Regnboginn teygir sig lengra

Í tilefni Hinsegin daga var regnboginn í Kópavogi endurnýjaður og lengdur. Þannig er hann sýnilegri en áður frá Kópavogshálsinum, gangandi og akandi til ánægju.